Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

36. fundur 06. júlí 2023 kl. 13:00 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Á fundinn kom Óli Grétar Metúsalemsson, verkefnisstjóri Eflu, og fór yfir skýrslu starfshóps um framtíðarrekstur hitaveitu á Seyðisfirði. Verkefni starfshópsins var að móta tillögu að framtíðarfyrirkomulagi hitaveitu á Seyðisfirði á grundvelli fyrirliggjandi niðurstaðna greiningarvinnu er unnin var af Eflu fyrir Múlaþing, HEF veitur og Rarik.

Heimastjórn þakkar Óla fyrir yfirferðina og hvetur sveitarfélagið til þess að kynna niðurstöðurnar fyrir íbúum Seyðisfjarðar sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Óli Grétar Metúsalemsson - mæting: 13:00

2.Samráðsgátt. Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038

Málsnúmer 202306099Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu drög að umsögn um tillögu til samgönguáætlunar 2024-2038 auk aðgerðaáætlunar 2024-2028 sem unnin var af sveitarstjóra, formönnum heimstjórna og starfsmönnum þeirra.

Heimastjórn Seyðisfjarðar tekur undir þær áherslur sem fram koma í drögunum en leggur áherslu á að tekið verður tillit til eftirfarandi bókunar við gerð umsagnar Múlaþings um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038:

Því ber að fagna að Fjarðarheiðargöng eru sem fyrr í forgangi metnaðarfullrar samgönguáætlunar. Heimstjórn Seyðisfjarðar ítrekar að Fjarðarheiðargöng eru fullhönnuð og tilbúin til útboðs. Það er því afar mikilvægt að vinna starfshóps um fjármögnun sérstakrar jarðgangaáætlunar verði ekki til að tefja upphaf framkvæmda frekar en orðið hefur. Nú þegar eru um 3 milljarðar áætlaðir til 2024 í Fjarðarheiðargöng í núgildandi samgönguáætlun, því er ekki eftir neinu að bíða. Forsendur sameiningar þeirra fjögurra sveitarfélaga sem nú mynda Múlaþing voru fyrst og fremst öruggar og áreiðanlegar samgöngur milli kjarnanna. Sú sameining getur ekki talist farsæl eða fullkomnuð á meðan Fjarðarheiðargöng og Axarvegur bíða enn framkvæmda.

Starfsmanni falið að koma áherslum heimastjórnar á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bókun byggðaráðs dags. 27. júní varðandi leiðir til að auka skilvirkni við afgreiðslur umsagna og leyfisveitinga sem eru á borði heimastjórna.

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemdir við að fulltrúa sveitarstjóra verði veitt umboð til að veita umsagnir um rekstrarleyfi, sem hlotið hafa jákvæðar umsagnir allra tilskyldra aðila, sem og umsagnir er varða akstursíþróttir og aksturskeppnir. Fulltrúi sveitarstjóra getur vísað afgreiðslu umsagnar til heimastjórnar telji viðkomandi það æskilegt.

Starfsmanni falið að koma ábendingum til skrifstofustjóra í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?