Fara í efni

Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 36. fundur - 26.10.2021

Inn á fundinn kom Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri Rarik og var farið yfir stöðu og framtíðarhorfur hitaveitumála á Seyðisfirði.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 37. fundur - 02.11.2021

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem hafin er innan sveitarfélagsins í samstarfi við HEF veitur varðandi málefni hitaveitu á Seyðisfirði.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 57. fundur - 22.08.2022

Fyrir liggja skýrsla Eflu um fjarvarmaveitu á Seyðisfirði þar sem farið er yfir möguleika á framtíðarrekstri, kynningarglærur Eflu frá íbúafundi á Seyðisfirði 16.05.2022 og punktar frá íbúafundi um kyndingakosti til framtíðar á Seyðisfirði. Einnig gerði sveitarstjóri grein fyrir fundi er hann átti með forstjóra og fyrrum forstjóra Rarik fimmtudaginn 18.08.2022 þar sem þessi mál voru rædd m.a.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að koma á sameiginlegum fundi sveitarstjórnar, fulltrúa HEF og Rarik þar sem næstu skref varðandi framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði verði til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 67. fundur - 15.11.2022

Inn á fundinn undir þessum lið komu fulltrúar Rarik, þeir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri, Tryggvi Þór Haraldsson, ráðgjafi forstjóra og Tryggvi Ásmundsson og fóru yfir hugmyndir varðandi framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði og áform um lagningu þriggja fasa rafmagns í Berufirði. Einnig kom inn á fundinn undir þessum lið Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF-veitna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar fulltrúum Rarik og HEF-veitna þeirra komu á fundinn og upplýsandi samtal.

Byggðaráð Múlaþings - 68. fundur - 22.11.2022

Farið yfir stöðu mála og næstu skref varðandi framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli fyrirliggjandi niðurstaðna greiningarvinnu, er unnin var af Eflu fyrir Múlaþing, HEF veitur og Rarik, samþykkir byggðaráð Múlaþings að skipa starfshóp með því markmiði að móta tillögu að framtíðarfyrirkomulagi hitaveitu á Seyðisfirði, tímaáætlun framkvæmdar auk kostnaðargreiningar þar sem fram komi hlutdeild núverandi rekstraraðila, sveitarfélagsins og notenda. Starfshópurinn skal skipaður þannig að þar sitji fjármálastjóri Múlaþings, umhverfis- og framkvæmdamálastjóri Múlaþings, fulltrúi HEF-veitna, fulltrúi tilnefndur af heimastjórn Seyðisfjarðar, fulltrúi tilnefndur af Rarik, auk tveggja kjörinna fulltrúa, einum frá meirihluta og einum frá minnihluta. Öðrum hugmyndum en þeim er koma fram í fyrirliggjandi greiningu, skal vísað til starfshópsins til umfjöllunar. Horft er til þess að starfshópurinn skili niðurstöðum til byggðaráðs í síðasta lagi í lok mars 2023.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 70. fundur - 06.12.2022

Fyrir liggur erindisbréf starfshóps um framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf starfshóps um framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði og felur sveitarstjóra að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 29. fundur - 08.12.2022

Fyrir fundinum liggur beiðni um að heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefni fulltrúa í starfshóp um framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði.


Heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefnir Jón Halldór Guðmundsson í starfshóp varðandi hitaveitu Seyðisfjarðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 31. fundur - 02.02.2023

Farið yfir stöðuna varðandi starfshóp um hitaveitu á Seyðisfirði. Fram kom að tafist hefur að kalla hópinn saman vegna óviðráðanlegra orsaka.

Heimastjórn telur mikilvægt að starfshópurinn komi saman sem fyrst í ljósi þess að skila á tillögum um lausn mála í mars.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?