Fara í efni

Samráðsgátt. Samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038

Málsnúmer 202306099

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 87. fundur - 20.06.2023

Fyrir liggur í Samráðsgátt til umsagnar drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra, í samráði við formenn heimastjórna, að vinna drög að umsögn um drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038 sem verður lögð fyrir fund byggðaráðs 11.07.2023 til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 39. fundur - 06.07.2023

Fyrir fundinum láu drög að umsögn um tillögu til samgönguáætlunar 2024-2038 auk aðgerðaáætlunar 2024-2028 sem unnin var af sveitarstjóra, formönnum heimastjórna og starfsmönnum þeirra.

Heimastjórn á Djúpavogi tekur undir þær áherslur sem fram koma í drögunum og leggur mikla áherslu á að nú þegar verði hugað að því að koma framkvæmdum við Axarveg framar í áætlunina.
Starfsmanni falið að koma áherslum heimastjórnar á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 36. fundur - 06.07.2023

Fyrir fundinum lágu drög að umsögn um tillögu til samgönguáætlunar 2024-2038 auk aðgerðaáætlunar 2024-2028 sem unnin var af sveitarstjóra, formönnum heimstjórna og starfsmönnum þeirra.

Heimastjórn Seyðisfjarðar tekur undir þær áherslur sem fram koma í drögunum en leggur áherslu á að tekið verður tillit til eftirfarandi bókunar við gerð umsagnar Múlaþings um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038:

Því ber að fagna að Fjarðarheiðargöng eru sem fyrr í forgangi metnaðarfullrar samgönguáætlunar. Heimstjórn Seyðisfjarðar ítrekar að Fjarðarheiðargöng eru fullhönnuð og tilbúin til útboðs. Það er því afar mikilvægt að vinna starfshóps um fjármögnun sérstakrar jarðgangaáætlunar verði ekki til að tefja upphaf framkvæmda frekar en orðið hefur. Nú þegar eru um 3 milljarðar áætlaðir til 2024 í Fjarðarheiðargöng í núgildandi samgönguáætlun, því er ekki eftir neinu að bíða. Forsendur sameiningar þeirra fjögurra sveitarfélaga sem nú mynda Múlaþing voru fyrst og fremst öruggar og áreiðanlegar samgöngur milli kjarnanna. Sú sameining getur ekki talist farsæl eða fullkomnuð á meðan Fjarðarheiðargöng og Axarvegur bíða enn framkvæmda.

Starfsmanni falið að koma áherslum heimastjórnar á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 37. fundur - 06.07.2023

Fyrir liggur í Samráðsgátt til umsagnar drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038. Jafnframt liggja fyrir drög að umsögn sem unnin hefur verið af starfsfólki sveitarfélagsins og formönnum heimastjórnanna.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir þá tillögu sem fyrir liggur í drögum að umsögn um samgönguáætlun 2024 til 2038.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 37. fundur - 06.07.2023

Fyrir fundinum láu drög að umsögn um tillögu til samgönguáætlunar 2024-2038 auk aðgerðaáætlunar 2024-2028 sem unnin var af sveitarstjóra, formönnum heimastjórna og starfsmönnum þeirra.

Heimastjórn á Borgarfirði tekur undir þær áherslur sem fram koma í drögunum og leggur mikla áherslu á að vetrarþjónusta verði bætt til Borgarfjarðar þannig að opnað verði alla daga vikunnar þegar þörf er á og að þjónusta hefjist fyrr á virkum dögum.

Heimastjórn Borgarfjarðar tekur jafnframt undir að leggja ætti aðaláherslu á að koma framkvæmdum við Axarveg framar í áætlunina og að tryggt verði að Fjarðarheiðargöng frestist ekki meir.

Formanni falið að koma áherslum heimastjórnar á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 90. fundur - 11.07.2023

Til umfjöllunar eru drög að samgönguáætlun 2024 -2038 auk aðgerðaráætlunar 2024 - 2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að skila inn í samráðsgátt umsögn sveitarfélagsins um tillögu að samgönguáætlun 2024-2038 í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 97. fundur - 17.10.2023

Fyrir liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2024-2028, 315. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstóra að vinna tillögu að umsögn sem verði tekin til afgreiðslu á fundi byggðaráðs 24.10.2023.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 98. fundur - 24.10.2023

202306099 - Samráðsgátt. Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038
Fyrir liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára áætlun fyrir árið 2024-2028, 315. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstóra að skila inn umsögn í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 41. fundur - 07.12.2023

Fyrir fundinum lá umsögn að tillögu að samgönguáætlun 2024-2038 sem sveitarstjóri lagði fyrir samgöngunefnd Alþingis þann 16.11.23. Þar kemur skýrt fram að það sé afar brýnt að staðið verði við núverandi áætlun um gerð Fjarðarheiðargangna. Afar mikilvægt er að ekki verði frekari tafir á framkvæmdum en orðið hefur og að þær hefjist árið 2024 eins og núgildandi samgönguáætlun gerir ráð fyrir.

Heimastjórn ítrekar bókun sína frá 06.07.23 þar sem kemur fram að Fjarðarheiðargöng séu fullhönnuð og tilbúin til útboðs og því er ekki eftir neinu að bíða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?