Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

38. fundur 07. september 2023 kl. 14:00 - 15:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Kynning á drög að skýrslu um ofanflóðavarnir á Seyðisfirði

Málsnúmer 202309029Vakta málsnúmer

Kynningunni frestað.

2.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður, kom á fundinn, svaraði spurningum og fór yfir stöðu mála á höfninni. Rúnar sagði m.a. frá því að heilt yfir hefur gengið vel á höfninni, starfsmenn hafa fengið hrós fyrir góða þjónustu. Rætt var um tækifærin sem og áskoranir sem fylgja skemmtiferðaskipakomum. Bryggjan við Angró er tilbúin og er óhætt að segja að þetta sé ein flottasta bryggja á landinu, byggð úr timbri sem fengið er úr sjálfbæru skógarhöggi alla leið frá Guyana. Búið er að tengja loftgæðamæli við ferjuhúsið. Loftgæðamælingar er hægt að sjá inni á heimasíðu hafnarinnar https://portsofmulathing.is/

Heimastjórn þakkar Rúnari fyrir góða yfirferð og greinargóð svör við spurningum.

3.Íbúafundur heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209057Vakta málsnúmer

Heimastjórn hyggst vera til viðtals fyrir íbúa Seyðisfjarðar og stefnt er að því að næsti spjallfundur verði haldinn í október. Starfsmanni falið að skipuleggja fundinn og auglýsa með góðum fyrirvara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Römpum upp Ísland. Settir hafa verið upp um 20 rampar í Múlaþingi, alls 46 á Austurlandi. Rampur 800 var vígður á Egilsstöðum 31. ágúst sl. við hátíðlega athöfn.

Fundur með Íslenska gámafélaginu, á Seyðisfirði 21. ágúst sl. Um 15 manns mættu á fundinn, hlýddu á greinargóða kynningu starfsmanna ÍGF og voru umræður góðar í kjölfarið. Útdeiling á fjórðu tunnunni eru hafnar og verða deilt á Seyðisfirði 7.-11. september.

Kynningarganga um varnargarðana. Boðið var til kynningargöngu 30. ágúst sl. þar sem farið var í gönguferð undir styrkri fararstjórn starfsmanna Héraðsverks og Múlaþings. Vel var mætt í gönguna og fengu gestir gott veður og góða yfirferð á helstu þáttum verksins, sem áætlað er að ljúki árið 2027.

Göngustígur upp Búðarárfoss. Verkið gengur vel og er á áætlun.

Hvatasjóður. Á árlegum sumarfundi ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum 31. ágúst sl. var samþykkt að framlengja verkefni um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði sem hrundið var af stað í kjölfar skriðufallanna. Verður verkefnið stutt um 25 milljónir króna sem bætast við þær 215 milljónir sem þegar hafa verið veittar í byggðastyrk.

Flutningur húsa. Á sama fundi var samþykkt að veita viðbótarstyrk vegna flutnings menningarsögulegra húsa á Seyðisfirði af hættusvæðum. Verður verkefnið styrkt um alls 200 milljónir króna á árunum 2024-25 en fjárhæðin bætist við þær 190 milljónir sem þegar hafa verið veittar til verkefnisins.

Útihreystitækin. Tækin eru lögð af stað og skv. plani gætu þau komið til okkar í lok þessarar viku. Lagt er til að tækin verði sett í lundinn við strandblaksvöllinn eða í næsta nágrenni.

Nýtt afgreiðslukerfi. Skipt hefur verið um afgreiðslukerfi í íþróttamiðstöðum og sundlaugum Múlaþings. Hefur þessi breyting ekki áhrif á reglulega notendur miðstöðvanna að öðru leyti en því að nú verða öll kort í veski í símanum. Kerfið er nýtt bæði fyrir notendur og starfsfólk og því viðbúið að alls konar vesen geti komið upp á meðan verið er að læra en starfsfólk leggur sig fram um að aðstoða öll sem óska.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?