Fara í efni

Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 39. fundur - 24.11.2021

Hafnastjóri kynnti tillögu að gjaldskrá hafna í Múlaþingi fyrir árið 2022. Jafnframt fór hann yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á höfnum í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi gjaldskrá hafna í Múlaþingi og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

 • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 56. fundur - 10.06.2022

Farið yfir starfsemi og verkefni Seyðisfjarðarhafnar.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 61. fundur - 29.08.2022

Hafnarstjóri fer yfir helstu verkefni.

Gestir

 • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 65. fundur - 03.10.2022

Hafnastjóri og staðgengill hafnastjóra fóru yfir stöðu framkvæmda hjá höfnum Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30
 • Gauti Jóhannesson - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 69. fundur - 21.11.2022

Hafnastjóri og staðgengill hafnarstjóra fara yfir helstu verkefni á sviði hafnamála.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Gauti Jóhannesson - mæting: 08:30
 • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 74. fundur - 23.01.2023

Hafnastjóri og staðgengill hafnastjóra fara yfir helstu verkefni á sviði hafnamála. Jafnframt liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði staðfesting á fjárveitingum til sjóvarna á Seyðisfirði 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir af hálfu sveitarfélagsins að farið verði í umræddar framkvæmdir við sjóvarnir á Seyðisfirði á yfirstandandi ári og að gert sé ráð fyrir hlutdeild sveitarfélagsins í framkvæmdakostnaði í samþykktri fjárhagsáætlun hafna Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30
 • Gauti Jóhannesson - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 77. fundur - 20.02.2023

Hafnarstjóri fer yfir málefni hafna Múlaþings og atvinnu- og menningarmálastjóri kynnir nýja heimasíðu hafna Múlaþings. Jafnframt liggur fyrir fundinum að tilnefna fulltrúa á aðalfund Cruise Iceland sem haldinn verður á Sauðárkróki þann 2. maí 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að atvinnu- og menningarmálastjóri, Aðalheiður Borgþórsdóttir, auk staðgengill hafnastjóra, Gauti Jóhannesson, sitji fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30
 • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 83. fundur - 24.04.2023

Undir þessum lið vakti Jónína Brynjólfsdóttir máls á vanhæfi sínu sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands við umræður og afgreiðslu hvað varðar Engró (liður A í dagskrá). Varaformaður bar tillögu þess efnis upp til atkvæða sem var samþykkt samhljóða. Jónína vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þess hluta málsins sem snýr að Engró. Þórhallur Borgarson tók við stjórn fundarins undir þessum lið.

Björn Ingimarsson, hafna- og sveitarstjóri, kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir hugmyndir sem hafa verið til skoðunar hjá Höfnum Múlaþings varðandi annars vegar mögulegt framsal á eign hafna Múlaþings í Engró til nýs eiganda (liður A) og hins vegar húsnæði er varða þjónustu í höfnunum (liðir B og C).
Hugmyndirnar ganga út á það að hafna- og sveitarstjóri fái umboð til að framselja þá eign í Engró er varð fyrir foktjóni í vetur til Tækniminjasafnsins ásamt tryggingarbótum að frádregnu því sem ráðstafað hefur verið í endurbætur og fyrirhugað er að ráðstafa til endurbóta á geymsluhúsnæði á staðnum (Skemma). Jafnframt að hafna- og sveitarstjóri fái umboð til að láta færa húseignina Bakka 3 á Djúpavogi (Sætún) yfir til Hafna Múlaþings til eignar og þar muni verða komið fyrir snyrtiaðstöðu til að þjónusta ferðamenn. Hafna- og sveitarstjóri fá umboð til að sjá til þess að kjallari Gamla ríkisins á Seyðisfirði verði í umsjón og rekstri Hafna Múlaþings og að þar verði útbúin þjónustuaðstaða fyrir báta, smærri skip og skútur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram við lið A:
Umhverfis og framkvæmdaráð veitir Hafnar-og sveitarstjóra umboð til að framselja þá eign í Engró er varð fyrir foktjóni í vetur til Tækniminjasafnsins ásamt tryggingarbótum að frádregnu því sem ráðstafað hefur verið í endurbætur og fyrirhugað er að ráðstafa til endurbóta á geymsluhúsnæði á staðnum (Skemma).

Samþykkt samhljóða.

Jónína Brynjólfsdóttir kom aftur til fundar og tók við stjórn fundarins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram við liði B og C:
Hafna- og sveitarstjóra falið að vinna áfram að framsali Bakka 3 á Djúpavogi yfir til hafna Múlaþings ásamt því að koma uppbyggingu, umsjón og rekstri kjallara gamla ríkisins á Seyðisfirði í umsjón og rekstur hafna Múlaþings.
Málið verður tekið fyrir að nýju þegar endanlegar útfærslur liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 85. fundur - 22.05.2023

Hafnastjóri og staðgengill hafnastjóra fóru yfir helstu verkefni á sviði hafnamála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi tillögu að stefnumörkun hafna Múlaþings og felur hafnastjóra að birta stefnuna á heimasíðu. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra jafnframt að svara innsendu erindi sem lá fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Gauti Jóhannesson - mæting: 08:30
 • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 92. fundur - 28.08.2023

Hafnarstjóri, staðgengill hafnarstjóra og hafnarvörður Seyðisfjarðar fara yfir helstu verkefni á sviði hafnamála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Áríðandi er að komur skemmtiferðaskipa og viðvera ferðamanna af þeim sé í sátt og samlyndi við íbúa áfangastaða skipanna. Því er mikilvægt að gera könnun á viðhorfi íbúa á viðkomustöðum skipanna í Múlaþingi og stýra álaginu af þessum atvinnurekstri þannig að ekki sé gengið yfir þolmörk íbúa og umhverfis.

Umhverfis- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að kannað sé hvernig til hafi gengið í móttöku skemmtiferðaskipa í sumar og felur starfsmönnum hafnanna að undirbúa íbúakönnun og funda með þjónustuaðilum og munu þær upplýsingar nýtast við áframhaldandi stefnumótun um móttöku skemmtilferðaskipa. Umhverfis- og framkvæmdaráð telur einnig mikilvægt að huga að framkvæmdum næsta árs og felur hafnarstjóra að undirbúa 5 ára fjárfestingaráætlun.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 41. fundur - 07.09.2023

Heimastjórn á Djúpavogi tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 28. ágúst sl. þar sem segir:
"Áríðandi er að komur skemmtiferðaskipa og viðvera ferðamanna af þeim sé í sátt og samlyndi við íbúa áfangastaða skipanna. Því er mikilvægt að gera könnun á viðhorfi íbúa á viðkomustöðum skipanna í Múlaþingi og stýra álaginu af þessum atvinnurekstri þannig að ekki sé gengið yfir þolmörk íbúa og umhverfis."
Heimastjórn hyggst taka málið fyrir á íbúafundi sem stefnt er að síðar í haust þegar samantekt um málið liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 38. fundur - 07.09.2023

Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður, kom á fundinn, svaraði spurningum og fór yfir stöðu mála á höfninni. Rúnar sagði m.a. frá því að heilt yfir hefur gengið vel á höfninni, starfsmenn hafa fengið hrós fyrir góða þjónustu. Rætt var um tækifærin sem og áskoranir sem fylgja skemmtiferðaskipakomum. Bryggjan við Angró er tilbúin og er óhætt að segja að þetta sé ein flottasta bryggja á landinu, byggð úr timbri sem fengið er úr sjálfbæru skógarhöggi alla leið frá Guyana. Búið er að tengja loftgæðamæli við ferjuhúsið. Loftgæðamælingar er hægt að sjá inni á heimasíðu hafnarinnar https://portsofmulathing.is/

Heimastjórn þakkar Rúnari fyrir góða yfirferð og greinargóð svör við spurningum.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 98. fundur - 30.10.2023

Staðgengill hafnarstjóra kynnir samantekt á komum skemmtiferðarskipa í Múlaþingi á liðinni vertíð. Einnig verður fjallað um stöðu framkvæmda á Djúpavogi auk áætlaðra framkvæmda næsta árs.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Gauti Jóhannesson - mæting: 10:00

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 102. fundur - 04.12.2023

Staðgengill hafnarstjóra fór yfir stöðu vinnu við gerðar nýrrar hafnarreglugerðar Múlaþings og íbúakönnun vegna komu skemmtiferðarskipa.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 106. fundur - 29.01.2024

Staðgengill hafnarstjóra kynnir samantekt á niðurstöðum íbúakönnunar sem gerð var í tengslum við komur skemmtiferðaskipa.

Hafnarstjóri og staðgengill hafnarstjóra sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á stefnumörkun hafnanna. Breytingin snýr að því að setja hámarksfjölda á komu farþega með skemmtiferðaskipum. Lagt er til að hámarksfjöldi farþega á degi hverjum sé 500 á Borgarfirði, 2500 á Djúpavogi og 3500 á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 109. fundur - 26.02.2024

Formaður (JB) vakti athygli á vanhæfi sínu sem safnstjóri Tækniminjasafns Austurlands vegna umræðu um framsal Angró, og fól varaformanni (ÞB) stjórn fundarins. ÞB bar upp tillögu um vanhæfi JB og var hún samþykkt samhljóða. JB yfirgaf fundinn.

Hafnarstjóri kynnti samantekt á á útlögðum kostnaði við endurbætur á Angró húsinu, skemmu og framsali.

Formaður (JB) kom til fundar og tók við stjórn hans að nýju.
Hafnarstjóri fór yfir ýmis málefni er tengjast höfnum Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Björn Ingimarsson, hafnarstjóri - mæting: 08:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?