Fara í efni

Heimastjórn til viðtals

Málsnúmer 202209057

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 26. fundur - 12.09.2022

Heimastjórn hyggst vera til viðtals fyrir íbúa Seyðisfjarðar a.m.k. tvisvar á ári, einu sinni að hausti og aftur að vori, þar sem íbúar geta komið ábendingum á framfæri við heimastjórn og spjallað um það sem þeim liggur á hjarta.
Heimastjórn felur starfsmanni að auglýsa haustfund, sem haldinn verður nú á næstu vikum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 27. fundur - 10.10.2022

Heimastjórn lýsir yfir ánægju með vel heppnaðan og málefnalegan fund og þakkar þeim íbúum sem komu að spjalla. Lagt er til að slíkir fundir verði haldnir 3 - 4 sinnum á ári. Næsti fundur verði í janúar 2023.

Heimastjórn felur starfsmanni að taka saman þau mál er lúta að skipulagsmálum og fram komu á fundinum og koma þeim til framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 31. fundur - 02.02.2023

Heimastjórn leggur áherslu á virka upplýsingagjöf og gott samband við íbúa. Heimastjórn hyggst vera til viðtals fyrir íbúa Seyðisfjarðar og stefnt er að því að næsti spjallfundur verði haldinn fimmtudaginn 16. febrúar. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir og auglýsa fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 32. fundur - 08.03.2023

Heimastjórn lýsir yfir ánægju með vel heppnaðan og málefnalegan fund og þakkar þeim íbúum sem komu í spjall. Umræður voru fjölbreyttar og fram komu gagnlegar ábendingar sem unnið er að koma í betri farveg. Varðandi framtíðaruppbyggingu atvinnusvæða mun heimastjórn óska eftir fundi með atvinnu- og menningarmálafulltrúa Múlaþings og auk þess hefst senn vinna við nýtt aðalskipulag þar sem íbúum gefst tækifæri til að taka þátt í þeirri stefnumótun.

Heimastjórn áætlar að næsta spjall við íbúa verði í maí, þangað til hvetur heimastjórn öll til að senda fulltrúum og/eða starfsmanni mál sem á þeim brenna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 34. fundur - 04.05.2023

Heimastjórn Seyðisfjarðar verður til viðtals með gestum frá umhverfis- og framkvæmdasviði þann 24. maí 2023. Starfsmanni falið að undirbúa og auglýsa fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 35. fundur - 08.06.2023

Heimastjórn lýsir yfir ánægju með vel heppnaðan og málefnalegan fund er haldinn var í Herðubreið 24. maí sl. og þakkar þeim íbúum sem komu í spjall. Á fundinn mættu fulltrúar umhverfis- og framkvæmdamála, Hugrún Hjálmarsdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir og svöruðu spurningum. Heimastjórn þakkar þeim fyrir komuna.

Umræður voru fjölbreyttar og fram komu gagnlegar ábendingar sem unnið er að koma í farveg hjá viðeigandi starfsmönnum.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 38. fundur - 07.09.2023

Heimastjórn hyggst vera til viðtals fyrir íbúa Seyðisfjarðar og stefnt er að því að næsti spjallfundur verði haldinn í október. Starfsmanni falið að skipuleggja fundinn og auglýsa með góðum fyrirvara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 40. fundur - 09.11.2023

Fyrir fundinum lá samantekt um áhersluatriði sem fram komu á íbúafundi sem haldinn var í Herðubreið 6. nóvember sl.
Starfsmaður mun vinna að þeim málum sem fram komu á fundinum og koma þeim í réttan farveg. Áhersluatriðin verða síðar til umræðu heimastjórn undir liðnum Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra.

Heimastjórn þakkar öllum þeim sem mættu á fundinn.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 43. fundur - 08.02.2024

Fyrir fundinum lá að ákveða dagsetningu íbúafundar sem fyrirhugaður er að halda á Seyðisfirði í febrúar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn samþykkir að íbúafundur fari fram í Herðubreið 21. febrúar nk. Íbúar kvattir til að mæta til að fá upplýsingar og gott spjall. Starfsmanni falið að auglýsa fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?