Fara í efni

Heimastjórn til viðtals

Málsnúmer 202209057

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 26. fundur - 12.09.2022

Heimastjórn hyggst vera til viðtals fyrir íbúa Seyðisfjarðar a.m.k. tvisvar á ári, einu sinni að hausti og aftur að vori, þar sem íbúar geta komið ábendingum á framfæri við heimastjórn og spjallað um það sem þeim liggur á hjarta.
Heimastjórn felur starfsmanni að auglýsa haustfund, sem haldinn verður nú á næstu vikum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 27. fundur - 10.10.2022

Heimastjórn lýsir yfir ánægju með vel heppnaðan og málefnalegan fund og þakkar þeim íbúum sem komu að spjalla. Lagt er til að slíkir fundir verði haldnir 3 - 4 sinnum á ári. Næsti fundur verði í janúar 2023.

Heimastjórn felur starfsmanni að taka saman þau mál er lúta að skipulagsmálum og fram komu á fundinum og koma þeim til framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu
Getum við bætt efni þessarar síðu?