Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

54. fundur 06. mars 2025 kl. 08:30 - 10:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Fasteignagjöld í Múlaþingi

Málsnúmer 202502006Vakta málsnúmer

Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið og fór yfir gjaldtöku sorpmála í Múlaþingi.

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Stefáni Aspari Stefánssyni fyrir yfirferðina og greinargóð svör. Heimastjórn hefur komið á framfæri ábendingum um að reynt verð að tryggja að fjöldi opnunardaga haldist óbreyttur þegar þeir falla á rauða daga. Heimastjórn hefur einnig komið á framfæri ósk um tilfærslu laugardagsopnunar.

2.Samfélagsverkefni heimastjórna 2025

Málsnúmer 202412125Vakta málsnúmer

Fyrir liggja 17 hugmyndir að samfélagsverkefnum sem íbúar hafa sent sveitarfélaginu en frestur til að skila inn hugmyndum rann út 28. febrúar 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar fyrir góðar, skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir af samfélagsverkefnum. Starfsmanni falið að meta og kostnaðagreina tillögur í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, dags.26.02.2025.

Lagt fram til kynningar.

4.Íbúafundur heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209057Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að dagsetja næsta íbúafund heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
heimastjórn Seyðisfjarðar stefnir á íbúafund seinni hluta apríl eða byrjun maí og felur starfsmanni að undirbúa fundinn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Gamla ríkið: þann 22. Janúar sl. voru opnuð tilboð sem bárust í Gamla ríkið. Fimm tilboð bárust og á fundi byggðaráðs Múlaþings 4.mars sl. var ákveðið að taka tilboði Úlfstaða ehf. Úlfstaðir áætla að húsið verði klárt 2026. Mikil eftirvænting er í loftinu og ljóst er að framundan eru spennandi tímar.

Tilraunaborun eftir heitu vatni: HEF veitur stefna á á vormánuðum að bora allt að 200 m djúpa rannsóknarborholu í leit að volgu vatni fyrir fjarvarmaveituna. Svæðið sem um ræðir er undir Neðri Botnum í jaðri skógræktarsvæðisins. Þann 21.febrúar sl. yfirtóku HEF veitur rekstur fjarvarmaveitunnar og munu því allir viðskiptavinir fjarvarmaveitunnar á Seyðisfirði fá núna Þjónustu frá HEF veitum í stað Rarik.

Nýlega fór fram fyrri úthlutun á menningarstyrkjum Múlaþings 2025. Eftirtalin verkefni með tengsl við Seyðisfjörð hlutu styrk að þessu sinni:
Apolline Alice Penelope Barra: Fiskisúpa-Ljósmyndasósa Fiskisúpa-Ljósmyndasósa er röð viðburða sem fara fram víða í Múlaþingi. Úthlutun: 380.000 kr.

Bláa kirkjan: Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2024 Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan var stofnsett árið 1998 og hefur því verið haldin í 26 ár. Um er að ræða tónleika sem fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum í júlí og ágúst. Úthlutun: 350.000 kr.

Listahátíðin List í ljósi: List í ljósi 10 ára Listahátíðin List í ljósi fagnaði 10 ára afmæli í ár. Úthlutun: 500.000 kr.

Lunga-skólinn ses: Sýning á Sluice Art Expo á Seyðisfirði 2025 Sýning LungA skólans er miðpunktur Sluice Ar Expo sýningarinnar sem fram fer á Seyðisfirði 2025. Sluice Expo 2025 færir alþjóðleg listamannarekin samtök til Seyðisfjarðar dagana 23. - 25. maí. Úthlutun: 492.000 kr.

Monika Frycová: KIOSk 108: Sumardagskrá Sumarið 2025 mun KIOSK 108, verkefni helgað list og menningu á Seyðisfirði. Úthlutun: 250.000 kr.

Ra Tack: Residensía fyrir LGBTQIA listamenn og aðgerðarsinna Residensía á Seyðisfirði. Úthlutun: 400.000 kr.

Skaftfell: Miðsumarhátíð á Seyðisfirði Miðsumarshátíð á Seyðisfirði er götuhátíð haldin í tilefni af sumarsólstöðum. Úthlutun: 200.000 kr.

Skaftfell: Prentsmiðjur 2025 í Prentverki Seyðisfjarðar. Á árinu 2025 mun Skaftfell bjóða upp á fjölbreyttar prentsmiðjur í Prentverki Seyðisfjarðar. Úthlutun: 450.000 kr.

Ströndin Ateliler ehf: Ljósmyndadagar á Seyðisfirði 2025 Þema ljósmyndadaga á Seyðisfirði 2025 er hreyfð mynd. Úthlutun: 450.000 kr.

Tækniminjasafn Austurlands: Upplýsingaskilti - fallbyssa og slippur Gerð og uppsetning upplýsingaskiltis sem staðsett verður við Hafnargötu á Seyðisfirði andspænis Vélsmiðju Seyðisfjarðar og rétt ofan við hina nýju Angró byggingu. Úthlutun: 150.000 kr.

Þórir Freyr Höskuldsson: Útvarpsleikrit unnið á Seyðisfirði Vísindaskáldsaga í fjögurra þátta útvarpsleikritsformi. Úthlutun: 250.000 kr.

Að lokum, eitt verkefni sem var talið með verkefnum frá Fljótsdalshéraði en fær að fljóta hér með vegna tengsla við Seyðisfjörð:
Minjasafn Austurlands: Landnámskonan - framhald. Á sýningunni Landnámskonan í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum eru m.a. til sýnis forngripir sem fundist hafa í fornleifauppgreftrinum í Firði í Seyðisfirði og gripir sem tilheyrðu Fjallkonunni svokölluðu sem fannst á Vestdalsheiði árið 2004. Úthlutun: 300.000 kr

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?