Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

57. fundur 05. júní 2025 kl. 09:00 - 11:35 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði

1.Fjárhagsáætlun Múlaþing 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fyrir liggur töluvupóstur frá fjármálastjóra, dagsettur 30.4.2025, þar sem minnt er á að heimastjórnirnar taki til umfjöllunar áherslur sínar vegna fjárhagsáætlunar 2026-2029.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Starfsmanni falið að koma tillögum sem ræddar voru á fundinum til viðkomandi fagráða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Staða verkefna á Seyðisfirði á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202303236Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir,framkvæmda-og umhverfismálastjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir verkefnastöðu og það sem framundan eru á Seyðisfirði.
Heimastjórn þakkar Hugrúnu fyrir góða yfirferð og greinagóð svör. Í máli Hugrúnar kom fram að fyrirhugaðar eru fjölmargar framkvæmdir í sumar og verður gaman að fylgjast með.

Lagt fram til kynningar

3.Fundir Heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202010617Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundardagatal.
Lagt fram til kynningar.

4.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Hafnargarðurinn: Fjögur fyrirtæki hafa nú fengið stöðuleyfi til eins árs og verður því líflegt í garðinum í sumar. Þeir sem hafa fengið leyfi og verða með starfsemi/sölu í sumar eru: Handverksmarkaðurinn, Eastfjord Adventures ehf, Kiosk og Sæti hópferðir ehf.

Íbúakjarninn: Mikill áhugi er fyrir Lækjargötunni sem er gleðilegt. Búið er að afhenda þrjár íbúðir af átta, og stefnir í að hinar verði leigðar út innan tíðar. Félag eldriborgara hefur fengið miðrýmið til afnota fyrir sitt félagsstarf og er á fullu að skipuleggja og koma sér fyrir. Félagið verður með opið hús á laugardaginn nk. frá kl.10-17 fyrir félagsmenn og áhugasama.

Íþróttahús og sundlaug: Á fundi sínum þann 27.05. samþykkti fjölskylduráð samræmda gjaldskrá fyrir sund- og íþróttamiðstöðvar Múlaþings. Hægt verður að kaupa kort sem gilda jafnt í allar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar sveitarfélagsins. Með þessu er verið að stíga skref í átt að heildstæðri stefnu íþróttamiðstöðvanna, styðja við heilsueflingu og stuðla að aukinni samheldni meðal íbúa sveitarfélagsins. Gjaldskráin tekur gildi frá og með 1. september nk.

Íbúafundur 4.júní sl.- Fín mæting var á íbúafund heimstjórnar sem fram fór í Herðubreið í gær. Fundarstjóri tók niður punkta sem verður komið á framfæri við viðkomandi starfsfólk, fagráð og nefndir.
Framkvæmdastjóri HEF veitna fór stuttlega yfir fyrstu verkefni þeirra í tengslum við fjarvarmaveituna. Boruð var 120 metra djúp borhola við Dagmálalæk þar sem verið var að kanna mögulegan hita uppvið bergganginn. Stigull reyndist ekki nægilega góður og því útséð með áframhaldandi boranir á því svæði en verið er að meta næstu skref. Mögulega verður borað innar í firðinum og/eða í Vestdal og mun það skýrast á næstum viku. HEF veitur hafa sótt um styrki fyrir fjarvarmaveituna (þ.e. fyrir jarðhitaleit, varmadælu, jöfnunartank og endurnýjun dreifikerfis) og verða teknar ákvarðanir varðandi umfang jarðhitaleitar í kjölfarið .

Bæjarstýran Dagmar Ýr Stefánsdóttir fór yfir ýmis verkefni er tengdust Seyðisfirði. Má þar helst nefna:
Ný bygging grunnskólans.
Gamli skóli: Utanhúsmálun og viðgerðir, áætlað er að sækja um styrk til Minnjastofnunar í desember fyrir utanhúsmálun á Gamla skóla. Stefnt er síðan á að klára inngang skólans í sumar.
Greindi sveitarstjóri frá 50 ára afmæli ferjusiglinga Norrænu á milli Færeyja, Danmörku og Seyðisfjarðar sem var haldið um borð í Norrænu 21.maí sl.
Höfnin: Verið er að tengja Angróarbryggju og fiskvinnslubryggju saman og skapa viðlegupláss og verður hægt að taka þá á móti lengri skipum en verið hefur.




Fundi slitið - kl. 11:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?