Fara í efni

Staða verkefna á Seyðisfirði á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202303236

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 33. fundur - 05.04.2023

Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri kom á fundinn og fór yfir stöðu verkefna á sviðinu. Í máli hennar kom m.a.fram að starfshópur um nýjan Seyðisfjarðarskóla verður kallaður saman eftir páska og fagnar heimastjórn því. Fjölbreytt úrval byggingalóða er í boði á Seyðisfirði og til stendur að fara í talsverðar malbikunarframkvæmdir á árinu ásamt því að leggja göngustíga í kringum grunnskólann. Ofanflóðavarnir undir Bjólfinum eru í fullum gangi og vill heimastjórn ítreka mikilvægi þess að þær framkvæmdir gangi hratt og vel. Framkvæmdasvið er að vinna að málum Gamla ríkisins og einnig Herðubreiðar en unnið er að upplýsingaöflun vegna klæðningar hússins og unnið er að brunavörnum í húsinu.

Heimastjórn þakkar Hugrúnu fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á stöðu mála.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 14:00

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 39. fundur - 11.10.2023

Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda og umhverfismálastjóri, fór yfir stöðu verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði og gerði grein fyrir áherslum við gerð framkvæmda- og fjárfestingaráætlunar.

Heimastjórn þakkar fyrir greinargóða og upplýsandi yfirferð.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 14:30

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 41. fundur - 07.12.2023

Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri, kom á fund í gegnum fjarfundabúnað og fór yfir stöðu á framkvæmdum á Seyðisfirði og fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins.

Þar kom meðal annars fram að unnið er að brunavörnum inni í Herðubreið og stefnt er að kynningu á framkvæmdum utanhúss í janúar og miðað við að útboð verði tilbúið í febrúar. Sama má segja um Gamla ríkið, stefnt er að útboðsgögn verði klár í febrúar og miðað er við uppsteypu kjallarans og flutning hússins. Þessa stundina er unnið að samningsgerð vegna flutnings á Wathne-húsinu og huga þarf að skipulagsmálum á nýjum stað. Áfram er unnið að undirbúningi á Baugi Bjólfs sem vonandi kemst til framkvæmda á nýju ári. Stefnt er að lagfærslu á þakskyggni við inngang Sundhallar á næstu mánuðum. Vinna við hafnarskipulag er í gangi og næsta verkefni sem bíður er deiliskipulag við Árstíg.

Þá var rætt um gatnagerð og gangstíga, meðal annars verða tvær upphækkaðar gangbrautir settar við Kjörbúðina til móts við Vesturveg og við hótel Ölduna. Einnig farið yfir næstu verkefni varðandi malbikun og stígagerð.

Einnig kom fram að vinna við ofanflóðavarnir í Bjólfi næsta árs er að fullu fjármögnuð.

Áframhaldandi uppgröftur er áætlaður í Firði áður en gengið verður frá svæðinu að framkvæmdum loknum og mikilvægt að huga að framsetningu og kynningu minjanna.

Heimastjórn þakkar Hugrúnu fyrir greinargóða yfirferð.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 15:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?