Fara í efni

Fjárhagsáætlun Múlaþing 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 59. fundur - 08.05.2025

Unnið er að fjárhagsáætlun Múlaþings 2026-29 og óskað hefur verið eftir áherslum heimastjórna.
Heimastjórn bendir á að á umræddu tímabili er ekkert fé áætlað í nýframkvæmdir á Borgarfirði og því finnst heimastjórn eðlilegt að litið sé sérstaklega til nauðsynlegra viðhaldsframkvæmda á staðnum þegar fjármagni verður úthlutað.
- Klæða leiguíbúðir að utanverðu og skipta út gólfefnum og innréttingum eftir því sem við á.
- Endurnýja og bæta götulýsingu.
- Halda áfram að endurnýja gangstéttir.
- Skipuleggja almenn bílastæði í þorpinu og merkja sérstaklega, t.d. við Sparkhöll, Dúntún og kirkju. Vinaminnisplan verði áningarstaður fólks en ekki bíla.
- Kaupa þarf lyftara fyrir höfnina.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 58. fundur - 08.05.2025

Fyrir liggur töluvpóstur frá fjármálastjóra, dagsettur 30.4.2025, þar sem minnt er á að heimastjórnirnar taki til umfjöllunar áherslur sínar vegna fjárhagsáætlunar 2026-2029, á fundi sínum 8. maí.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Starfsmanni falið að koma tillögum sem ræddar voru á fundinum til viðkomandi fagráða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 60. fundur - 09.05.2025

Fyrir liggur töluvpóstur frá fjármálastjóra, dagsettur 30.4.2025, þar sem minnt er á að heimastjórnirnar taki til umfjöllunar áherslur sínar vegna fjárhagsáætlunar 2026-2029, á fundi sínum 8. maí.
Í viðhengi eru áherslur heimstjórnar vegna fjárhagsáætlunargerðar 2026-2029.
Starfsmanni falið að koma tillögum til viðkomandi fagráða.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 155. fundur - 03.06.2025

Fyrir liggur tillaga að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings fyrir árið 2026.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Fjármálastjóri og sveitarstjóri kynntu tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings fyrir árið 2026. Byggðaráð vísar málinu áfram til umfjöllunar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 57. fundur - 05.06.2025

Fyrir liggur töluvupóstur frá fjármálastjóra, dagsettur 30.4.2025, þar sem minnt er á að heimastjórnirnar taki til umfjöllunar áherslur sínar vegna fjárhagsáætlunar 2026-2029.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Starfsmanni falið að koma tillögum sem ræddar voru á fundinum til viðkomandi fagráða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 59. fundur - 11.06.2025

Fyrir liggur tillaga að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlunar 2027 til 2028.
Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 155. fundur - 30.06.2025

Fyrir liggur tillaga að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlunar 2027 til 2029, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 11. júní sl.
Jafnframt liggja fyrir áherslur heimastjórna við gerð fjárhagáætlunar 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi áherslum heimastjórna til framkvæmda- og umhverfismálastjóra vegna endurskoðunar á 10 ára fjárfestingaráætlun.

Rammaáætlun fjárhagsáætlunar lögð fram til kynningar að öðru leiti.

Byggðaráð Múlaþings - 161. fundur - 12.08.2025

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2026 og þriggja ára áætlunar 2027 til 2029 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 11. júní 2025.
Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 162. fundur - 26.08.2025

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2026 og þriggja ára áætlunar á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 11.júní 2025.
Málið áfram í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 163. fundur - 02.09.2025

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vegna vinnu við fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 og þriggja ára áætlunar á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 11. júní 2025.
Málið áfram í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 164. fundur - 16.09.2025

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2026 og þriggja ára áætlunar á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 11. júní 2025.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 161. fundur - 22.09.2025

Fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið og kynnir drög að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð Múlaþings - 165. fundur - 23.09.2025

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2026 og þriggja ára áætlunar á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 11. júní 2025.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 162. fundur - 29.09.2025

Fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið og kynnir drög að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 166. fundur - 07.10.2025

Fjármálastjóri fór yfir og kynnti drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 og þriggja ára áætlunar á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 11. júní 2025.
Málið áfram í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 167. fundur - 21.10.2025

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fara yfir og kynna drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 -2029.
Málið áfram í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 168. fundur - 28.10.2025

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2026-2029.
Málið áfram í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 169. fundur - 04.11.2025

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2026-2029.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árin 2026-2029 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Sveitarstjórn Múlaþings - 62. fundur - 12.11.2025

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2026 - 2029, sem vísað var frá byggðaráði til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Berglind Harpa Svavarssdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Björg Eyþórsdóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Einar Freyr Guðmundsson, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ívar Karl Hafliðason og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2026, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu hjá byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ).

Byggðaráð Múlaþings - 170. fundur - 18.11.2025

Fyrir liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun 2027-2029, sem vísað var frá sveitarstjórn til seinni umræðu í byggðaráði.
Málið áfram í vinnslu

Byggðaráð Múlaþings - 171. fundur - 25.11.2025

Fyrir liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun 2027-2029, sem vísað var frá sveitarstjórn til seinni umræðu í byggðaráði.
Málið áfram í vinnslu

Byggðaráð Múlaþings - 172. fundur - 02.12.2025

Fyrir liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun 2027-2029, sem vísað var frá sveitarstjórn til síðari umræðu í byggðaráði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að hækka framlag til tómstundamála um 10.000.000 kr. á næsta ári til að mæta kostnaði við hækkun tómstundaframlags fyrir börn og ungmenni og færist á lið 06280. Þá samþykkir byggðaráð einnig að hækka framlag til menningarmála um 1.000.000 kr. á næsta ári til að mæta hækkun á framlagi til menningarmiðstöðva í Múlaþingi og færist á lið 05835. Þá samþykkir byggðaráð að hækka rekstrarkostnað Slökkviliðs Múlaþings um 4.000.000 kr. og færist á lið 07100. Fjármálastjóra falið að vinna þessar forsendur inn í fjárhagsáætlun næsta árs.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2026, ásamt þriggja ára áætlun 2027-2029 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 64. fundur - 04.12.2025

Fyrir liggur til kynningar fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029. Inn á fundinn undir þessum lið kom Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri.

Heimastjórn þakkar fjármálastjóra fyrir góða yfirferð og gleðst yfir bættri afkomu sveitarfélagsins. Heimastjórn bendir á að engar nýframkvæmdir eru áætlaðar á Borgarfirði í fjárfestingaáætlun A-hluta næstu níu árin og vonast til að tekið verði tillit til þess í öðrum fjárfestingaáætlunum sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 08:10

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 63. fundur - 04.12.2025

Fyrir liggur til kynningar fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029.
Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 66. fundur - 04.12.2025

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025-2026
Heimastjórn felur starfsmanni að uppfæra áherslulista heimastjórnar í samræmi við stöðu verkefna og senda inn til áframhaldandi notkunar við gerð fjárhagsáætlunar Múlaþings.
Einnig þarf að skoða fjárhagsramma með tilliti til mönnunar í Íþróttamiðstöð Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 64. fundur - 04.12.2025

Fyrir liggur til kynningar fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029. Inn á fundinn undir þessum lið mætir Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Guðlaugi þökkuð góð kynning. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs lýsir ánægju með fjárhagsáætlunina og stöðuna sem hún lýsir.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?