Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2026, ásamt þriggja ára áætlun 2027-2029, til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2026 nema 12.465 millj.kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 10.667 millj.kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 10.361 millj.kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 9.518 millj.kr.
Áætlunin gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu, A og B hluta, upp á 856 millj.kr og þar af skilar A hluti 296 millj.kr.
Afskriftir ársins í A og B hluta nema 636 millj.kr., þar af 359 millj.kr. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 591 millj.kr. í samanteknum A og B hluta, þar af 494 millj.kr. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði, afskriftir, skatta og óreglulega liði er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 2.104 millj.kr. eða 16,8% í samanteknum A og B hluta. Afkoma A-hluta er jákvæð um 1.149 millj.kr. eða 10,8%.
Veltufé frá rekstri er jákvætt um 1.899 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 1.026 millj.kr.
Fjárfestingar ársins 2026 nema nettó 1.472 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 550 millj.kr. í A hluta.
Afborganir af lánum hjá samstæðu A og B hluta verða 897 millj.kr. á árinu 2026, þar af 636 millj.kr. í A hluta.
Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 13.895 millj.kr. í árslok 2026 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 10.652 millj.kr.
Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 87% í árslok 2026 og 79% í A hluta.
Álagningarprósenta fasteignaskatts af íbúðarhúsnæðis A gjald er lækkað og verður nú 0,45% af fasteignamati mannvirkis og lóðar í stað 0,475%. Álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði C gjald er lækkað og verður nú 1,625% af fasteignamati mannvirkis og lóðar í stað 1,65%.
Fjárhagsáætlun 2026-2029 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Múlaþings.
- Klæða leiguíbúðir að utanverðu og skipta út gólfefnum og innréttingum eftir því sem við á.
- Endurnýja og bæta götulýsingu.
- Halda áfram að endurnýja gangstéttir.
- Skipuleggja almenn bílastæði í þorpinu og merkja sérstaklega, t.d. við Sparkhöll, Dúntún og kirkju. Vinaminnisplan verði áningarstaður fólks en ekki bíla.
- Kaupa þarf lyftara fyrir höfnina.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.