Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

5. fundur 15. febrúar 2021 kl. 09:00 - 11:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Seyðisfjörður_Hlíðarvegur deiliskipulag_óveruleg breyting

Málsnúmer 202012083Vakta málsnúmer

Fyrir heimstjórn Seyðisfjarðar liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlíðarveg og Múlaveg á Seyðisfirði. Með tillögunni er gert ráð fyrir að þrjár einbýlishúsalóðir við Múlaveg, númer 54, 56 og 58, verði gerðar að tveimur parhúsalóðum. Þá verður gerð breyting á húsnúmerum við Hlíðarveg og bætt inn ákvæði í skilmála er snýr að grundun húsa á skipulagssvæðinu. Fyrir heimastjórn liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeirri breytingu að skýrt komi fram að ákvæði um grundun eigi við um allar lóðir á skipulagssvæðinu. Grenndarkynning nái til eigenda fasteigna við Hlíðarveg og við Múlaveg, númer 50 og 60. Tillagan verði send HEF til umsagnar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir

2.Deiliskipulag íbúðasvæði við Garðarsveg

Málsnúmer 202102069Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn samþykkir að Skipulagsfulltrúi Múlaþings láti vinna deiliskipulag fyrir íbúðabyggð á svæðinu, með áherslu á lóðir fyrir smærri fjölbýlishús, rað- og parhús. Heimastjórn leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir að húsin snúi vel við sólu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir

3.Skriðuföll á Seyðisfirði.

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

a) Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkti á 12. fundi sínum 10.02.2021 að skipuð verði ráðgjafanefnd sem geri tillögur til ráðsins um ráðstafanir vegna húsa á og nærri skriðusvæði utan Búðarár, svo sem nánar greinir í fundargerð. Ráðgjafanefndin verði skipuð einum til þremur fulltrúum úr heimastjórn Seyðisfjarðar (samkvæmt nánari ákvörðun heimastjórnar), tveimur fulltrúum af umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings, tveimur fulltrúum frá stofnunum ríkisins á sviði húsa- og minjaverndar og tveimur fulltrúum íbúa á Seyðisfirði. Umhverfis- og framkvæmdaráð mun ganga frá skipan nefndarinnar og staðfesta erindisbréf fyrir hana fyrir lok febrúar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefnir Rúnar Gunnarsson og Ólaf Sigurðsson sem fulltrúa Heimastjórnar. Heimastjórn leggur til að menningarstjóri Múlaþings sitji einnig í ráðgjafanefndinni.

b) Innsent erindi frá Björgunarsveitin Ísólf þar sem óskað er eftir að Heimastjórn taki málefni þeirra til umræðu en Björgunarsveitarhúsið er á skriðusvæðinu. Umræður urðu um málið. Beðið er eftir hættumati fyrir svæðið, von er á því fljótlega. Nánar verður fjallað um málið þegar hættumat liggur fyrir.

c) Viðtöl við þá sem lentu í hamförunum 18. des sl.
Þau Sigríður Matthíasdóttir og Jón Pálsson hafa lokið við að taka viðtölin og hafa skilað af sér verkinu. Viðtölin sem tekin voru urðu 34 og 35 viðmælendur. Auk þess að taka viðtölin er stuttur texti sem fylgir með hverju viðtali og þá sérstaklega ef eitthvað nýtt kemur fram í viðkomandi viðtali og í einstaka tilvikum hafa viðtölin verið unnin yfir í texta. Öllum viðtölunum fylgir kort sem sýnir hvar viðkomandi var og hvert hann forðaði sér. Kostnaður var innan marka áætlunar. Þeim Sigríði og Jóni er þakkað vel unnið verk.

Heimastjórn felur Ólafi Sigurðssyni að vinna áfram með viðtölin í samvinnu við Veðurstofuna.

Gestir

  • Stefán Bogi Sveinsson
  • Hugrún Hjálmarsdóttir

4.Hreinsunar- og ofanflóðamál

Málsnúmer 202102125Vakta málsnúmer

Frestað

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?