Fara í efni

Deiliskipulag íbúðasvæði við Garðarsveg.

Málsnúmer 202102069

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 12. fundur - 10.02.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur hugmynd að útfærslu íbúðalóða við Garðarsveg á Seyðisfirði, nánar tiltekið þar sem nú er knattspyrnuvöllur. Svæðið er skilgreint sem íbúðasvæði á gildandi aðalskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir því við heimastjórn Seyðisfjarðar að hún samþykki að láta vinna deiliskipulag fyrir íbúðabyggð á svæðinu, með áherslu á lóðir fyrir smærri fjölbýlishús, rað- og parhús, í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndateikningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 5. fundur - 15.02.2021

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn samþykkir að Skipulagsfulltrúi Múlaþings láti vinna deiliskipulag fyrir íbúðabyggð á svæðinu, með áherslu á lóðir fyrir smærri fjölbýlishús, rað- og parhús. Heimastjórn leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir að húsin snúi vel við sólu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar við Garðarsveg á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fram lagða tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Garðarsveg en beinir nokkrum athugasemdum til skipulagshönnuða til skoðunar og vísar málinu til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 7. fundur - 08.03.2021

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi í samræmi við umræður á fundinum fyrir íbúðabyggð við Garðarsveg og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna.

Einnig er óskað eftir því að Heimastjórn leggi fram tillögur að götunöfnum. Heimastjórn leggur til að göturnar verði nefndar Vallargata og Lækjargata.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • María Markúsdóttir - mæting: 09:30

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 8. fundur - 15.03.2021

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar við Garðarsveg á Seyðisfirði. Búið er að lagfæra tillöguna í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir lagfærða tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana.

Gestir

  • María Markúsdóttir - mæting: 14:00

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Fornleifaskráning vegna deiliskipulags við Garðarsveg á Seyðisfirði lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 21. fundur - 05.05.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi við Garðarsveg á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að umsögn um fram komnar athugasemdir ásamt því að fela skipulagshönnuði að skoða mögulegar breytingar á tillögunni hvað varðar fjölda bílastæða og legu gangstíga. Málið verði tekið fyrir á ný á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Óskar Örn Gunnarsson frá Landmótun

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til athugasemda og umsagna sem borist hafa við deiliskipulagstillögu.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis við Garðarsveg á Seyðisfirði. Jafnframt liggja fyrir ráðinu drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að nýju deiliskipulagi, með áorðnum breytingum er varða fjölda bílastæða og legu gangstíga. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögnum um fram komnar athugasemdir. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.
Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að skipuleggja á Seyðisfirði íbúðalóðir fyrir minni íbúðir í rað- og parhúsum auk smærri fjölbýlishúsa (allt að fjórar íbúðir), en slíkar lóðir er ekki að finna á Seyðisfirði í dag, utan hættusvæða. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við þá verktaka sem áform hafa um byggingu íbúða á skipulagssvæðinu og í framhaldinu verði lausar lóðir auglýstar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að efna til íbúasamráðs á Seyðisfirði um næstu skref í skipulagi íbúðabyggðar á Seyðisfirði. Þar verði tekin til skoðunar svæði sem þegar eru deiliskipulögð fyrir íbúðabyggð en ekki verið byggt á öllum lóðum og einnig svæði sem skilgreind eru sem íbúðasvæði í aðalskipulagi en ekki hafa enn verið deiliskipulögð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 11. fundur - 31.05.2021

Fyrir Heimastjórn liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis við Garðarsveg á Seyðisfirði til afgreiðslu. Jafnframt liggja fyrir drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram á 23. fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26.05.2021:
"Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að nýju deiliskipulagi, með áorðnum breytingum er varða fjölda bílastæða og legu gangstíga. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögnum um fram komnar athugasemdir.

Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að skipuleggja á Seyðisfirði íbúðalóðir fyrir minni íbúðir í rað- og parhúsum auk smærri fjölbýlishúsa (allt að fjórar íbúðir), en slíkar lóðir er ekki að finna á Seyðisfirði í dag, utan hættusvæða. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við þá verktaka sem áform hafa um byggingu íbúða á skipulagssvæðinu og í framhaldinu verði lausar lóðir auglýstar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að efna til íbúasamráðs á Seyðisfirði um næstu skref í skipulagi íbúðabyggðar á Seyðisfirði. Þar verði tekin til skoðunar svæði sem þegar eru deiliskipulögð fyrir íbúðabyggð en ekki verið byggt á öllum lóðum og einnig svæði sem skilgreind eru sem íbúðasvæði í aðalskipulagi en ekki hafa enn verið deiliskipulögð."

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir tillögur umhverfis- og framkvæmdaráðs bæði varðandi nýja tillögu að deiliskipulagi og drög að umsögnum við þær athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar. Heimastjórn leggur þó áherslu á að gerðar verði hæðarmælingar á nærliggjandi húsum áður en framkvæmdir hefjast við grundun húsa á vallarsvæðinu. Með því verða til gögn til samanburðar ef upp kæmi ágreiningur um jarðvegssig í nærliggjandi húsum. Heimastjórn styður þá tillögu að gert verði fræðsluskilti um sögu vallarins eins og fram kemur í umsögn Minjastofnunar frá 30. apríl 2021. Heimastjórn tekur undir óskir heimamanna um að knattspyrnuvelli verði fundinn nýr staður sem fyrst. Ljóst er á umsögnum heimamanna að mikið tilfinningamál er að missa knattspyrnuvöllinn, heimastjórn tekur undir áhyggjur heimamanna og krefst þess að undirbúningur að nýju vallarstæði og athugun á uppbyggingu nýs vallar hefjist strax. Heimastjórn styður jafnframt þá þörfu og góðu tillögu að efna til íbúasamráðs á Seyðisfirði um næstu skref í skipulagi íbúðabyggðar
Getum við bætt efni þessarar síðu?