Fara í efni

Grásteinn, deiliskipulag

Málsnúmer 201703008

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur deiliskipulagstillaga fyrir Grástein sem auglýst var 2017. Skipulagstillagan hefur ekki verið auglýst í B-deild sem leiðir til þess að auglýsa þarf hana að nýju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði auglýst að nýju og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 6. fundur - 29.03.2021

Fyrir liggur deiliskipulagstillaga fyrir Grástein sem auglýst var 2017. Skipulagstillagan hefur ekki verið auglýst í B-deild sem leiðir til þess að auglýsa þarf hana að nýju.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 3. mars 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði auglýst að nýju og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Auglýsingaferli vegna deiliskipulags við Grástein er lokið. Athugasemd barst frá HEF Veitum. Taka þarf afstöðu til athugasemdar og hvort tillagan teljist samþykkt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með þeim breytingum sem fjallað er um í athugasemd HEF Veitna. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að láta gera viðeigandi breytingar á tillögunni og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Auglýsingaferli vegna deiliskipulags við Grástein er lokið. Athugasemd barst frá HEF Veitum. Taka þarf afstöðu til athugasemdar og hvort tillagan teljist samþykkt.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með þeim
breytingum sem fjallað er um í athugasemd HEF Veitna. Ráðið felur
skipulagsfulltrúa að láta gera viðeigandi breytingar á tillögunni og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?