Fara í efni

Furuvellir 11 - Umsókn um byggingarheimild - bílskúr

Málsnúmer 202010245

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild fyrir tveggja hæða bílskúr með íbúð á neðri hæð að Furuvöllum 11 á Egilsstöðum. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Áformin voru grenndarkynnt árið 2020 og staðfesti byggingarfulltrúi að henni hefði lokið án athugasemda 11. desember 2020. Í ljósi þess að meira en eitt ár er liðið frá því að grenndarkynningu lauk og byggingarleyfi hefur ekki verið gefið út liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að grenndarkynna áformin að nýju í samræmi við 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Furuvelli 13 og Reynivelli 12.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72. fundur - 19.12.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju erindi vegna fyrirhugaðra byggingaráforma við Furuvelli 11 á Egilsstöðum. Grenndarkynningu áformanna lauk þann 15. desember án athugasemda.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 26. fundur - 22.12.2023

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform og byggingarheimild fyrir bílgeymslu.

Byggingarheimild var gefin út dags. 08.12.2023.
Getum við bætt efni þessarar síðu?