Fara í efni

Kaupfélagslóð - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010410

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 1. fundur - 21.10.2020

Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Fyrir nefndinni liggur að taka ákvörðun um grenndarkynningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna breytinga á verslunarhúsnæði gamla kaupfélagsins á Borgarfirði Eystra. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar eru Minjastofnun, Vinnueftilitið, HAUST og Brunavarnir á Austurlandi. Grenndarkynning nái til eigenda eftirtalinna fasteigna: Fiskmóttaka(FKS), Steinholt og Kögur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5. fundur - 25.11.2020

Grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Umsögn Minjastofnunar liggur fyrir og heimilar stofnunin fyrirhugaða framkvæmd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og vísar málinu til heimastjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 3. fundur - 30.11.2020

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti umsóknina á fundi sínum þann 25.11. sl. og vísaði málinu til heimastjórnar til afgreiðslu.
Málið snýr að endurbyggingu gamla Kaupfélagshússins. Heimastjórn samþykkir leyfið fyrir sitt leyti.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 20. fundur - 19.09.2022

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir Brugghúsi.

Byggingarleyfi var gefið út dags.24.08.2022.
Getum við bætt efni þessarar síðu?