Fara í efni

Vesturvegur 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010499

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 4. fundur - 18.11.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna breytinga á íbúðarhúsi við Vesturveg 4 á Seyðisfirði í verslunar og þjónustuhús. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla við umsækjanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar eru Minjastofnun, Vinnueftirlitið, HAUST og Brunavarnir á Austurlandi. Grenndarkynning nái til eigenda eftirtalinna fasteigna: Norðurgötu 2, 6, 8, 10, 3, 5 og 7, Vesturvegar 1, 3, 3b, 5, 7 og 8 og Ránargötu 1 og 3. Í ljósi staðsetningar skulu áformin einnig kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum meðan grenndarkynning fer fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með sex atkvæðum, einn var fjarverandi (SBS).

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 8. fundur - 06.01.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna breytinga á íbúðarhúsi við Vesturveg 4 á Seyðisfirði í verslunar og þjónustuhús. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Málið var áður á dagskrá hjá Umhverfis- og framkvæmdarráði þann 18.11.2020. Grenndarkynningu lauk 17. desember 2020. Athugasemdir bárust frá nágrönnum. Athugasemdir bárust einnig frá umsagnaraðilum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 11. fundur - 03.02.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna breytinga á íbúðarhúsi við Vesturveg 4 á Seyðisfirði í verslunar og þjónustuhús. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Málið var áður á dagskrá hjá umhverfis- og framkvæmdaráði þann 18.11.2020 og 6.1.2021.
Grenndarkynningu lauk 17.12.2020. Athugasemdir bárust frá nágrönnum. Athugasemdir bárust einnig frá umsagnaraðilum.
Á fundi sveitarstjórnar 13.1.2021 var samþykkt að afturkalla breytingu sem gerð hafði verið á aðalskipulagi svæðisins, sem var forsenda fyrirliggjandi umsóknar. Jafnframt var þar samþykkt að tillagan verði auglýst að nýju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi umsókn frá, þar sem hún er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulagsskilmála. Umsækjanda, umsagnaraðilum og þeim sem gerðu athugasemdir við grenndarkynningu verði gerð bréflega gerð grein fyrir þessum málalokum og bent á möguleika sína til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þegar breyting á aðalskipulagi svæðisins verður auglýst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?