Fara í efni

Djúpivogur - Innri Gleðivík - uppbygging á athafnasvæði við Háukletta - tillaga að deiliskipulagi

Málsnúmer 202010569

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 3. fundur - 04.11.2020

Lögð er fyrir tillaga að deiliskipulagi í Innri-Gleðivík, dagsett 28. ágúst með síðari breytingum. Tillagan var kynnt og vísað til 40. gr. Skipulagslaga, en jafnframt tiltekið að allar meginforsendur tillögunnar liggi fyrir í aðalskipulagi. Athugasemdafrestur var frá 18. september til 2. október. Ein athugasemd barst, frá Þór Vigfússyni og er hún lögð fram ásamt tillögunni.

Páll Jakob Líndal skipulagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið, kynnti tillöguna og fór jafnframt yfir hugmyndir um heildarskipulag svæðisins, þar sem ekki síst komu fram tvö möguleg framtíðarhlutverk þess, annars vegar sem hafnarsvæðis og athafnasvæðis og hins vegar svæðis fyrir menningartengda ferðaþjónustu.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5. fundur - 25.11.2020

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi í Innri-Gleðivík, dagsett 28. ágúst með síðari breytingum. Tillagan var kynnt og vísað til 40. gr. Skipulagslaga, en jafnframt tiltekið að allar meginforsendur tillögunnar liggi fyrir í aðalskipulagi. Athugasemdafrestur var frá 18. september til 2. október. Ein athugasemd barst, frá Þór Vigfússyni og er hún lögð fram ásamt tillögunni. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á tillögunni með hliðsjón af athugasemdum og í samráði við framkvæmdaraðila.

Í umfjöllun umhverfis- og framkvæmdaráðs um tillöguna var samhljómur um að ný aðkoma að svæðinu yrði frá þjóðvegi norðan Djúpavogs (um Háaura) og að gera beri ráð fyrir henni þegar svæðið verður deiliskipulagt í heild.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og samþykkir jafnframt að óska eftir því við heimastjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við viðeigandi ákvæði Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 3. fundur - 30.11.2020

Hugrún Hjálmarsdóttir og Páll Líndal sátu fundinn undir þessum lið.

Heimastjórn á Djúpavogi samþykkir að tillaga að deiliskipulagi í Innri-Gleðivík, verði auglýst í samræmi við viðeigandi ákvæði skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 9. fundur - 10.03.2021

Heimastjórn Djúpavogs samþykkir að tillaga að deiliskipulagi í Innri-Gleðivík verði auglýst í samræmi við viðeigandi ákvæði skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Borist hefur erindi frá lóðarhafa að Víkurlandi 6 þar sem hann bendir á að rangur hæðarkóti sé gefinn upp í deiliskipulagi fyrir Innri Gleðivík, sem nú er í auglýsingaferli.

Í upphafi umræðu vakti fundarmaður (ÆOE) máls á tengslum sínum við málsaðila og mögulegu vanhæfi. Formaður bar málið upp til atkvæðagreiðslu og var samþykkt með 6 atkvæðum (ÆOE sat hjá) að ekki væri um vanhæfi að ræða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði breyting á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu svæðisins og hún auglýst að nýju. Breytingarnar felast í því að hæðarkóti lóðar fari úr 6 m.y.s í 7,5 m.y.s. og gólfkóti fari úr 7 m.y.s. í 8,5 m.y.s. Ráðið fellst ekki á að breyta mænishæð úr 11 metrum í 12 metra. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram og er því vísað áfram til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 11. fundur - 16.04.2021

Heimastjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu samhljóða

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Umsagnarfrestur um tillögu að deiliskipulagi rann út 4. júní 2021. Fyrir ráðinu lá að fjalla um umsagnir sem bárust á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og vísar henni til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 14. fundur - 21.06.2021

Umsagnarfrestur um tillögu að deiliskipulagi rann út 4. júní 2021.

Á fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs 16. júni var fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi samþykkt og henni vísað til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Heimstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?