Fara í efni

Fjarðarheiðargöng, mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 202010619

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 3. fundur - 04.11.2020

Lögð er fyrir tillaga Vegagerðarinnar að matsáætlun vegna Fjarðarheiðarganga, sem Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um. Umsagnarfrestur er til 10. nóvember.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman drög að umsögn, með hliðsjón af umræðum á fundinum, sem lögð verði fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu á næsta fundi hennar.

Samþykkt með sex atkvæðum með handauppréttingu en einn var fjarverandi (PH).

Sveitarstjórn Múlaþings - 3. fundur - 11.11.2020

Fyrir liggja drög að umsögn sem skipulagsfulltrúi tók saman eftir fund umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, Jakob Sigurðsson, Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson og Jódís Skúladóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagða umsögn og felur skipulagsfulltrúa að koma henni á framfæri við Skipulagsstofnun.

Samþykkt með 10 atkvæðum en 1 sat hjá (ÞJ)


Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Fjarðarheiðargöng og veglagnir þeim tengd, verða ein mesta stórframkvæmd á Austurlandi í langan tíma. Framkvæmd sem varðar mikið skipulagsmál og byggðarþróunarmál í Múlaþingi.
Það ríður því á að vel sé að verki staðið við ákvarðanatöku. Mikilvægt er að móta skýra framtíðarsýn fyrir þéttbýlið á Egilsstöðum þar sem þessi framkvæmd mun hafa mikil áhrif.

Getum við bætt efni þessarar síðu?