Fara í efni

Rafskútuleiga á Egilsstöðum

Málsnúmer 202011009

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 4. fundur - 17.11.2020

Fyrir lá erindi frá Fjallamönnum Austurlands ehf. vaðandi mögulega opnun rafskútuleigu á Egilsstöðum í samstarfi við Hopp Reykjavík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 7. fundur - 16.12.2020

Fyrir liggur erindi frá Fjallamönnum Austurlands ehf. varðandi mögulega opnun rafskútuleigu á Egilsstöðum í samstarfi við Hopp Reykjavík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráðs tekur jákvætt í erindið og vísar því til heimastjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 3. fundur - 04.01.2021

Fyrir liggur erindi frá Fjallamönnum Austurlands ehf. varðandi mögulega opnun rafskútuleigu á Egilsstöðum í samstarfi við Hopp Reykjavík.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráðs tekur jákvætt í erindið og vísar því til heimastjórnar til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur jákvætt í umsókn vegna mögulegar opnunar rafskútuleigu á Egilsstöðum og leggur til að gerður verði samningur um málið sem tekinn verði til afgreiðslu þegar hann liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 8. fundur - 12.01.2021

Fyrir lá erindi frá Fjallamönnum Austurlands ehf. varðandi mögulega opnun rafskútuleigu á Egilsstöðum í samstarfi við Hopp Reykjavík. Jafnframt lágu fyrir afgreiðslur umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings sem og Heimastjórnar Fljótsdalshéraðs vegna erindisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að sjá til þess að gerður verði samningur um málið sem lagður verði fyrir Heimastjórn Fljótsdalshéraðs til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 4. fundur - 01.02.2021

Fyrir liggja drög að þjónustusamningi um stöðvalausa hjólaleigu á Egilsstöðum, frá Fjallamönnum Austurlands ehf.

Málið var á dagskrá Heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 4.1. 2021 og á fundi byggðaráðs 12.1. 2021 var samþykkt að gerður verði samningur um málið sem lagður verði fyrir Heimastjórn Fljótsdalshéraðs til endanlegrar afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og felur starfsmanni að ganga frá honum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?