Fara í efni

Ósk um stækkun skógræktarsvæðis Skógræktarfélags Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202011051

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5. fundur - 25.11.2020

Fyrir liggur erindi frá Skógræktarfélagi Seyðisfjarðar um að fá til afnota stærra svæði í eigu sveitarfélagsins til að planta skógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar byggðaráðs, þar sem um er að ræða ráðstöfun á landi í eigu sveitarfélagsins, og heimastjórnar Seyðisfjarðar, með vísan til mögulegra áhrifa á ásýnd og fjallskil, svo eitthvað sé nefnt.

Samþykkt sanhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 2. fundur - 30.11.2020

Heimastjórn samþykkir erindið og fagnar áformum Skógræktarfélagsins.

Byggðaráð Múlaþings - 6. fundur - 01.12.2020

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum þann 25.11. sl. að vísa erindinu til umsagnar byggðaráðs, þar sem um er að ræða ráðstöfun á landi í eigu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemdir við að orðið verði við ósk Skógræktarfélags Seyðisfjarðar svo fremi slíkt brýtur ekki í bága við gildandi skipulag og fyrirhuguð uppbyggingaráform, s.s. staðsetningu vegstæða eða gangnamuna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 11. fundur - 03.02.2021

Fyrir umhverfis og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað er eftir stækkun á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Seyðisfjarðar. Erindið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.11.2020 og hefur verið tekið fyrir hjá byggðaráði Múlaþings og heimastjórn Seyðisfjarðar og hlaut jákvæðar undirtektir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir yfir vilja til að samið verði við Skógræktarfélag Seyðisfjarðar um afnot félagsins af svæði í suðurhlíðum Bjólfs. Ráðið samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að láta gera ráð fyrir framangreindu svæði til skógræktar við þá breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem unnið er að í tengslum við gerð snjóflóðavarnargarða á svæðinu.

Samþykkt með handauppréttingu með sex atkvæðum en einn (ÁHB) var fjarverandi.
Getum við bætt efni þessarar síðu?