Fara í efni

Reglur um lagnir

Málsnúmer 202011074

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 4. fundur - 18.11.2020

Lögð er fram tillaga að reglum um lagnir í þéttbýli í Múlaþingi.

Málinu frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5. fundur - 25.11.2020

Lögð er fram tillaga að reglum um lagnir í þéttbýli í Múlaþingi. Málinu var frestað á síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um lagnir í þéttbýli og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 10. fundur - 14.04.2021

Fyrir lá tillaga umhverfis- og framkvæmdaráðs að reglum um lagnir í þéttbýli Múlaþings.

Til máls tóku: Jódís Skúladóttir, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur umhverfis- og framkvæmdaráðs að reglum um lagnir í þéttbýli Múlaþings og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að virkja þær.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?