Fara í efni

Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks

Málsnúmer 202011141

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 8. fundur - 15.12.2020

Lagðar eru fram reglur sem gilt hafa um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks Fljótsdalshéraðs.

Fjölskylduráð Múlaþings felur íþrótta- og æskulýðsstjóra að taka saman upplýsingar um áætlaðan kostnað fyrir stofnanir sveitarfélagsins við útvíkkun reglanna og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Fjölskylduráð Múlaþings - 9. fundur - 12.01.2021

Fyrir liggja upplýsingar um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks.

Fjölskylduráð leggur til að þau regludrög sem liggja fyrir fundinum gildi fyrir allt starfsfólk Múlaþings á árinu 2021.

Ráðið felur starfsmanni jafnframt útfæra umsóknarferli og utanumhald styrksins og að kynna reglur og umsóknarferlið fyrir starfsfólki sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 32. fundur - 23.11.2021

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks Múlaþings fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?