Fara í efni

Umsókn um óstofnaða lóð, Borgarfjörður eystri

Málsnúmer 202011194

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 6. fundur - 02.12.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að fá úthlutað lóð á Borgarfirði, en svæðið
sem um ræðir er skilgreint sem opið svæði samkvæmt aðalskipulagi.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 7. fundur - 16.12.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að fá úthlutað lóð á Borgarfirði, en svæðið sem um ræðir er skilgreint sem opið svæði samkvæmt aðalskipulagi. Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi ráðsins 2. desember.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindinu til heimastjórnar Borgarfjarðar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 4. fundur - 11.01.2021

Umrætt svæði er ekki skipulagt fyrir byggingar og afar óheppilegt sem slíkt. Í því ljósi hafnar heimastjórn umsókninni en bendir á að nægt framboð af skipulögðum lóðum eru skammt frá umræddu svæði.
Getum við bætt efni þessarar síðu?