Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

6. fundur 02. desember 2020 kl. 08:30 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
 • María Markúsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einu máli, Djúpivogur - Innri Gleðivík - aðalskipulagsbreyting, við dagskrá fundarins og verður það nr. 11.

Pétur Heimisson vék af fundi kl. 12:40 eftir afgreiðslu liðar nr. 10.

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdaráðs

Málsnúmer 202011150Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja til kynningar drög að fjárhags- og fjárfestingaáætlun Múlþings 2021 ásamt þriggja ára áætlun. Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri Múlaþings, sat fundinn undir þessum lið og kynnti fyrirliggjandi drög að rekstraráætlun fyrir þá málaflokka sem undir ráðið heyra, auk fjárfestingaáætlunar.

2.Gjaldskrár og álagningarhlutföll 2021

Málsnúmer 202011082Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja til afgreiðslu eftirfarandi samþykktir og gjaldskrár:
Samþykkt um gatnagerðargjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Múlaþingi
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs
Gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar gjaldskrár og samþykkt með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðuðu erindisbréfi byggingarnefndarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi. Jafnframt felur ráðið framkvæmda- og umhverfismálastjóra, í samráði við formann nefndarinnar og fráfarandi verkefnisstjóra, að kalla nefndina saman til fundar.

Ráðið skipar einnig eftirfarandi í byggingarnefndina:
Benedikt Hlíðar Stefánsson, tilnefndur af B-lista verði formaður
Elvar Snær Kristjánsson, tilnefndur af D-lista
Aðalsteinn Ásmundarson, tilnefndur af L-lista
Örn Bergmann Jónsson, tilnefndur af M-lista
Helgi Hlynur Ásgrímsson, tilnefndur af V-lista
Þórarna Gró Friðjónsdóttir, tilnefnd af foreldraráði Hádegishöfða

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fiskeldi Austfjarða 10.000 t Laxeldi í Seyðisfirði - Frummatsskýrsla

Málsnúmer 202011108Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að umsögn um frummatsskýrslu, unnin af skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlögð drög að umsögn, með áorðnum breytingum, og vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Jafnframt beinir umhverfis- og framkvæmdaráð því til sveitarstjórnar að gera sitt til að í tíma verði lokið gerð haf- og strandsvæðaskipulags. Markmið þess væri að Seyðisfjörður yrði fyrstur fjarða til að lúta haf- og strandsvæðaskipulagi þar sem hagsmunaaðilar allir geti komið að þeirri vinnu sem varðar megináherslur um framtíðarnýtingu fjarðarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt skipulagsráðgjafa á athugasemdum sem bárust við lýsinguna og tillaga að því hvernig brugðist verður við þeim.

Frestað.

6.Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði samantekt skipulagsráðgjafa á athugasemdum sem bárust við lýsinguna og tillaga að því hvernig brugðist verður við þeim.

Frestað.

7.Faxatröð 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010539Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja þrjár athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu. Einnig umsögn frá Brunavörnum á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulagsfulltrúa er falið að taka saman drög að svörum við athugasemdum og leggja fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um óstofnaða lóð, Borgarfjörður eystri

Málsnúmer 202011194Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að fá úthlutað lóð á Borgarfirði, en svæðið
sem um ræðir er skilgreint sem opið svæði samkvæmt aðalskipulagi.

Frestað.

9.Blábjörg, landskipti - nýtt nafn Krákhamar

Málsnúmer 202011157Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um stofnun lóðarinnar Krákhamar úr landi Blábjarga í Álftafirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að láta stofna lóðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps vegna veiðihúss í Ytri Hlíð

Málsnúmer 202011168Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá Vopnarfjarðarhreppi um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við breytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Djúpivogur - Innri Gleðivík - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 202012016Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði lágu drög að erindi sveitarstjórnar til Skipulagsstofnunar um málsmeðferð við aðalskipulagsbreytingu í Innri-Gleðivík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn var fjarverandi (PH).

Fundi slitið - kl. 13:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?