Fara í efni

Markaðssetning Eiða

Málsnúmer 202011198

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 6. fundur - 01.12.2020

Fyrir lá erindi frá Þresti Jónssyni þar sem viðkomandi óskar eftir umboði til að vinna, í samstarfið við starfsfólk sveitarfélagsins og Landsbankann, að kynningu á Eiðum fyrir innlendum og erlendum aðilum með það að markmiði að við svæðinu gæti tekið aðili er sæi sér hag í að hefja þar atvinnustarfsemi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela Þresti Jónssyni, í samráði við sveitarstjóra, að vinna málið áfram og kynna það svo frekar fyrir byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Fyrir lágu tillögur frá Þresti Jónssyni (ÞJ) varðandi það hvernig unnið yrði að verkefninu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að áfram verði unnið að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi tillögur. Sveitarstjóra og ÞJ falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 14. fundur - 02.03.2021

Þröstur Jónsson gerði grein fyrir samskiptum sem hann hefur átt, fyrir hönd sveitarfélagsins, við Landsbankann vegna markaðssetningar þess hluta Eiða sem er í eigu bankans. Jafnframt fór hann yfir drög að viljayfirlýsingu varðandi samstarf Múlaþings og Landsbankans um verkefnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri undirriti, fyrir hönd Múlaþings, fyrirliggjandi viljayfirlýsingu vegna markaðssetningar Eiða.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?