Fara í efni

Djúpivogur - Innri Gleðivík - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 202012016

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 6. fundur - 02.12.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði lágu drög að erindi sveitarstjórnar til Skipulagsstofnunar um málsmeðferð við aðalskipulagsbreytingu í Innri-Gleðivík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn var fjarverandi (PH).

Sveitarstjórn Múlaþings - 4. fundur - 09.12.2020

Fyrir sveitarstjórn lágu drög, frá umhverfis- og framkvæmdaráði, að erindi sveitarstjórnar til Skipulagsstofnunar um málsmeðferð við aðalskipulagsbreytingu í Innri-Gleðivík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög og felur skipulagsfulltrúa senda erindið til Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 8. fundur - 06.01.2021

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar varðandi auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu á deilskipulagi fyrir svæðið við Innri - Gleðivík. Skipulagsfulltrúa er falið að láta lagfæra gögnin í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar og umræður innan ráðsins um vegtengingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 9. fundur - 10.03.2021

Til máls tóku: Jódís Skúladóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Fyrir lá tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 til 2020, Djúpivogur Innri Gleðivík, stækkun athafnasvæðis við Háukletta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að auglýsa fram lagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 31. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu á deiliskipulagi fyrir svæðið við Innri - Gleðivík. Jafnframt verði tillagan send til umsagnar hjá heimastjórn Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 10. fundur - 29.03.2021

Heimastjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu á Aðalskipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Fyrir ráðinu liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps. Auglýsingatími er liðinn. Umsagnir bárust frá HAUST og Minjastofnun Íslands sem gera ekki athugasemd við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps og vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 13. fundur - 09.06.2021

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 26.05.2021, þar sem tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps er samþykkt og vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings er sammála afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 til 2020 er snýr að stækkun athafnasvæðis við Háukletta.

Samþykkt samhljóða með handaupptréttingu
Getum við bætt efni þessarar síðu?