Fara í efni

Umsókn um lóð, Klettasel 2-4

Málsnúmer 202012051

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 7. fundur - 16.12.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Klettasel 2-4 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að úthluta lóðinni með öllum hefðbundnum skilmálum. Jafnframt er framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að ganga frá uppgjöri vegna fyrri framkvæmda á lóðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem fram kemur beiðni lóðarhafa að Klettaseli 2-4 á Egilsstöðum um að víkja óverulega frá skilmálum deiliskipulags við byggingu á lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess að frávik frá skilmálum deiliskipulags séu svo óveruleg að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð erindið en vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 7. fundur - 12.04.2021

Fyrir liggur erindi þar sem fram kemur beiðni lóðarhafa að Klettaseli 2-4 á Egilsstöðum um að víkja óverulega frá skilmálum deiliskipulags við byggingu á lóðinni.

Eftirfarandi bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.4. 2021:
Með vísan til þess að frávik frá skilmálum deiliskipulags séu svo óveruleg að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð erindið en vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkævmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?