Fara í efni

Ofanflóðavarnir undir Bjólfi á Seyðisfirði - verkhönnun

Málsnúmer 202012052

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur framvinduskýrsla fornleifaskráningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við ofanflóðavarnir undir Bjólfi á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur nauðsynlegt að ráðist verði í þær fornleifarannsóknir sem fyrirliggjandi framvinduskýrsla leggur til. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta sjá til þess að það verði skipulagt þannig að ekki komi niður á fyrirhuguðum framkvæmdum.

Samþykkt með sex atkvæðum með handauppréttingu, einn (PH) var fjarverandi.

Sveitarstjórn Múlaþings - 13. fundur - 09.06.2021

Fyrir lá tillaga frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 02.06.2021, að töku tilboðs í útboð nr. 21438 Ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, Aldan og Bakkahverfi, Fornleifagröftur.
Til máls tóku: Þröstur Jónsson,Hildur Þórisdóttir sem bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að tilboði Antikva ehf. í verkið, að fjárhæð kr. 198.462.000, verði tekið.


Samþykkt með handauppréttingu en einn sat hjá (ÞJ) og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Byggðaráð Múlaþings - 28. fundur - 10.08.2021

Fyrir byggðaráði liggja undirritaðar tillögur frá Framkvæmdasýslu ríkisins að töku tilboða, annars vegar, í stálvirki vegna ofanflóðavarna undir Bjólfi á Seyðisfirði og, hins vegar, í framkvæmdir við Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði / Aldan og Bakkahverfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir, að tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins, að taka tilboði Reinforced Earth Company í verkið Earth reinforcement system for avalanche defenses Seyðisfjörður að fjárhæð kr. 297.443.104,-. Jafnframt samþykkir byggðaráð Múlaþings, að tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins, að taka tilboði Héraðsverks ehf. í verkið Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði / Aldan og Bakkahverfi að fjárhæð kr. 1.982.560.717,-.

Sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita skjöl þessu tengd fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 39. fundur - 24.11.2021

Verksamningur vegna snjóflóðavarna á Seyðisfirði, Aldan og Bakkahverfi, lagður fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 74. fundur - 23.01.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur frumhönnun á tillögu að viðbótum við þær ofanflóðavarnir sem unnið er að undir Bjólfinum á Seyðisfirði. Tillagan felur í sér að byggja 7-9 keilur ofan við nýja húsbýlastæðið og munu þær draga verulega úr krafti þeirra flóða sem komið gætu niður á Ölduna. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til umræddra tillagna og óska eftir því að Ofanflóðasjóður komi þeim í áframhaldandi hönnun og framkvæmd.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að óska eftir því við Ofanflóðasjóð að haldið verði áfram með frekari hönnun fyrirliggjandi tillaga og þeim komið í framkvæmd í kjölfarið.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 10:55
Getum við bætt efni þessarar síðu?