Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

74. fundur 23. janúar 2023 kl. 08:30 - 11:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Áheyrnarfulltrúi M-lista (HKH) sat fundinn undir liðum nr. 1-7.

1.Málefni hafna í Múlaþingi 2022

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Hafnastjóri og staðgengill hafnastjóra fara yfir helstu verkefni á sviði hafnamála. Jafnframt liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði staðfesting á fjárveitingum til sjóvarna á Seyðisfirði 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir af hálfu sveitarfélagsins að farið verði í umræddar framkvæmdir við sjóvarnir á Seyðisfirði á yfirstandandi ári og að gert sé ráð fyrir hlutdeild sveitarfélagsins í framkvæmdakostnaði í samþykktri fjárhagsáætlun hafna Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30
  • Gauti Jóhannesson - mæting: 08:30

2.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2022

Málsnúmer 202202072Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 448. fundi Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

3.Málefni Slökkviliðs Múlaþings

Málsnúmer 202209242Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri Múlaþings fer yfir helstu verkefni.
Uppgjörsskýrsla eldvarnareftirlits 2022 lögð fram til kynningar.

Gestir

  • Haraldur Geir Eðvaldsson - mæting: 09:20

4.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Þjónustufulltrúi á byggingasviði fer yfir stöðu byggingamála í Múlaþingi.

Gestir

  • Eggert Már Sigtryggsson - mæting: 09:35

5.Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í Múlaþingi

Málsnúmer 202204208Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands um umgengni og þrifnað utan húss.
Verkefnisstjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að sameiginlegri samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss og vísar þeim til umfjöllunar hjá sveitarstjórn í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 09:55

6.Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141Vakta málsnúmer

Máli frestað til næsta fundar.

7.Ofanflóðavarnir undir Bjólfi á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012052Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur frumhönnun á tillögu að viðbótum við þær ofanflóðavarnir sem unnið er að undir Bjólfinum á Seyðisfirði. Tillagan felur í sér að byggja 7-9 keilur ofan við nýja húsbýlastæðið og munu þær draga verulega úr krafti þeirra flóða sem komið gætu niður á Ölduna. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til umræddra tillagna og óska eftir því að Ofanflóðasjóður komi þeim í áframhaldandi hönnun og framkvæmd.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að óska eftir því við Ofanflóðasjóð að haldið verði áfram með frekari hönnun fyrirliggjandi tillaga og þeim komið í framkvæmd í kjölfarið.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 10:55

8.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, miðbær

Málsnúmer 202301174Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur sameiginleg skipulagslýsing og vinnslutillaga fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, dagsett 19. janúar 2023.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing og vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 11:10

Fundi slitið - kl. 11:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?