Fara í efni

Byggðakvóti á Borgarfirði

Málsnúmer 202012059

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 4. fundur - 11.01.2021

Heimastjórn leggur til að þau fáu tonn sem Borgarfjörður fékk úthlutað af almennum byggðakvóta verði úthlutað af Fiskistofu skv. gildandi reglum líkt og verið hefur.

Borgarfjörður hefur hingað til ekki fengið úthlutað sértækum byggðakvóta frá Byggðastofnun og almenni byggðakvótinn til staðarins hefur minnkað ár frá ári og er nú 15 tonn. Heimastjórn gagnrýnir að þrátt fyrir að falla undir viðmið Byggðastofnunar til að taka þátt í verkefninu Brothættar byggðir virðist Borgarfjörður ekki falla undir viðmið sömu stofnunar við úthlutun Byggðakvóta. Heimastjórn hefur áhyggjur af framtíð útgerðar á staðnum og til að styðja við greinina felur hún sveitarstjóra í samráði við formann heimastjórnar að senda beiðni um samstarf um aflaheimildir úr þeim potti sem Byggðastofnun hefur með að gera.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 5. fundur - 01.02.2021

Heimastjórn Borgarfjarðar bókaði á fundi sínum 11.janúar 2021 um vilja sinn til að hefja viðræður við Byggðastofnun um með hvaða hætti mætti koma sértækum byggðakvóta á svæðið. Sveitarfélagið sendi Byggðastofnun bréf dagsett 19.janúar þar sem formlega var óskað eftir slíkum viðræðum. Svarbréf barst 26.janúar 2021 þar sem kom fram að enginn slíkur kvóti væri í boði nú en stofnunin lýsti sig reiðubúna að taka málið upp við ráðherra eftir því sem tilefni gæfist eða ef aukið yrði við aflamark það sem hún hefur til ráðstöfunar.

Heimastjórn Borgarfjarðar þykir miður að undirtektir Byggðastofnunar séu með þessum hætti og telur að það sé verkefninu Betri Borgarfjörður sem er á forræði Byggðastofnunar ekki til framdráttar þegar stofnunin styður ekki við aðalatvinnustarfsemi og undirstöðu að búsetu á Borgarfirði. Heimastjórn ítrekar ósk sína um viðræður við Byggðastofnun um málið þó kvótinn liggi ekki laus í augnablikinu.

Formanni falið að vinna áfram að málinu


Getum við bætt efni þessarar síðu?