Fara í efni

Raforkumál í dreifbýli

Málsnúmer 202101013

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 27. fundur - 06.10.2022

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir kröfu um að uppbyggingu raforkuinnviða og þrífasavæðingu í dreifbýli á Fljótsdalshéraði verði flýtt enda sýndi sig í nýafstöðnu óveðri að núverandi eldri línukerfi þolir ekki slíkt álag. Heimastjórn samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka málið upp við innviðarráðuneytið.

Samþykkt samhljóða með handa uppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 36. fundur - 08.06.2023

Fyrir liggja minnispunktar um raforkumál í dreifbýli frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að taka til umfjöllunar og vinna að fullri jöfnun á raforkuverði óháð búsetu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 87. fundur - 20.06.2023

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.06.2023, varðandi raforkumál í dreifbýli og því beint til byggðaráðs að taka til umfjöllunar og vinna að fullri jöfnun á raforkuverði óháð búsetu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs að vinna þurfi að fullri jöfnun á raforkuverði óháð búsetu. Sveitarstjóra falið að koma á fundi með forsvarsmönnum Rarik þar sem þetta mál verði tekið til umfjöllunar

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?