Fara í efni

Jafnréttisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202101048

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Fyrir liggja til afgreiðslu drög að Jafnlaunastefnu Múlaþings og Jafnréttisáætlun Múlaþings. Fram kom að Jafnréttisstofa hefur móttekið og yfirfarið Jafnréttisáætlun Múlaþings og óskar sveitarfélaginu til hamingju með virkilega vandaða og vel unna jafnréttisáætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því vandaða verki sem unnið hefur verið af starfsfólki sveitarfélagsins og samþykkir fyrirliggjandi Jafnréttisáætlun sem uppfyllir kröfur laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna auk laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála. Jafnframt samþykkir byggðaráð Múlaþings fyrirliggjandi drög að Jafnlaunastefnu og felur verkefnastjóra mannauðs að annast innleiðingu hennar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 10. fundur - 14.04.2021

Fyrir lá tillaga að jafnréttisáætlun Múlaþings sem afgreidd var í byggðaráði þriðjudaginn 16. mars 2021.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem lagði fram og kynnti bókun, Hildur Þórisdóttir, Jódís Skúladóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Elvar Snær Kristjánsson, Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Stefán Bogi Sveinsson, Eyþór Stefánsson, Jódís Skúladóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Vilhjálmur Jónsson, Þröstur Jónsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með byggðaráði og fagnar því vandaða verki sem unnið hefur verið af starfsfólki sveitarfélagsins og samþykkir fyrirliggjandi Jafnréttisáætlun sem uppfyllir körfur laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna auk laga um stjórnsýslu jafnréttismála.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Eyþór Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun fh. Austurlistans og VG:
Fulltrúar Austurlistans og VG í sveitarstjórn Múlaþings benda á að nokkrar nefndir, ráð eða stjórnir Múlaþings standast ekki markmið jafnréttisáætlunar um kynjahlutfall þ.á.m. sveitarstjórn. Mikilvægt er að útfæra með hvaða hætti kynjahlutfall er leiðrétt og í leiðinni skapa aðstæður sem gera það letjandi að mynda meirihluta sem ekki stenst markmið áætlunarinnar.


Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lá jafnréttisáætlun Múlaþings, er samþykkt var af sveitarstjórn 14. apríl 2021, og jafnlaunastefna Múlaþings, er samþykkt var af byggðaráði 16. mars 2021.

Til máls tóku: Gauti Jóhannesson, Jódís Skúladóttir, sem bar fram spurningu. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn og Jódís Skúladóttir.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að fá verkefnastjóra mannauðsmála á fund byggðaráðs til að fara yfir stöðu verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 24. fundur - 01.06.2021

Verkefnistjóri mannauðsmála kom inn á fundinn og fór yfir stöðu verkefnisins, samkvæmt ósk sveitarstjórnar.

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Fyrir liggur frá jafnlaunateymi minnisblað um skipan jafnréttisteymis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að sjá til þess að jafnréttisteymi verði skipað í samræmi við þær áherslur er fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 71. fundur - 17.01.2023

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra mannauðs þar sem fram kemur m.a. að jafnréttisteymið hefur hafið vinnu við endurskoðun jafnréttisáætlunar og er stefnt að því að leggja drög að endurskoðaðri áætlun fyrir byggðaráð til afgreiðslu fyrir 1. mars nk.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?