Fara í efni

Víkurland 6

Málsnúmer 202101052

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 8. fundur - 12.01.2021

Fyrir lá kauptilboð frá Búlandstind ehf. í fiskverkunarhús nr. 6 við Víkurland á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að gera gagntilboð vegna framkomins kauptilboðs í Víkurland 6 á Djúpavogi. Jafnframt er sveitarstjóra ásamt forseta sveitarstjórnar veitt umboð til að taka upp viðræður við tilboðsgjafa á grundvelli umræðna á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 12. fundur - 16.02.2021

Fyrir lá gangtilboð frá Búlandstind ehf. í félagið Nordic Factory ehf, Víkurland 6 að fjárhæð kr. 55.000.000,-. Fram kemur m.a. að lýsistankur sem er séreign sé undanþegin í kaupunum og skuli stofna sérstaka lóð fyrir þá eign, að áhaldahús verði áfram þar sem það er með aðstöðu næstu fimm ár án greiðslu og að fyrirhugaðar listsýningar í húsnæðinu sumarið 2021 verði heimilaðar án kröfu um greiðslur vegna aðstöðu. Gagntilboð hefur verið samþykkt af sveitarstjóra fyrir hönd Múlaþings með fyrirvara um samþykki byggðaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþing samþykkir fyrirliggjandi gagntilboð frá Búlandstind ehf. í félagið Nordic Factory ehf, Víkurland 6 og veitir sveitarstjóra umboð til þess að ganga frá sölu umræddrar eignar fyrir hönd sveitarfélagsins. Samhliða verði gengið frá lóðaleigusamningi sem taki mið af vinnu við aðal- og deiliskipulag á svæðinu, sem nú á sér stað.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 25. fundur - 15.06.2021

Frestað til næsta fundar byggðaráðs.

Byggðaráð Múlaþings - 26. fundur - 22.06.2021

Inn á fundinn undir þessum lið komu fulltrúar Búlandstinds ehf. og Laxa fiskeldis ehf. þeir Elís Grétarsson og Jens Garðar Helgason og fóru yfir þróun rekstrar undanfarin ár og framtíðarhorfur.
Getum við bætt efni þessarar síðu?