Fara í efni

Tillaga að aðgerðarhóp varðandi hugmyndir um framtíðarskipulag vegna aurskriða á Sey.

Málsnúmer 202101068

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 3. fundur - 11.01.2021

Innsent erindi barst frá Þóru Bergný Guðmundsdóttur um hugmynd að skipun hóps sem hefði það hlutverk að rýna ástandið og að koma með framtíðarhugmyndir að skipulagi byggðar. Erindinu er vísað til Umhverfis- og framkvæmaráðs.


Gestir

  • Þóra Guðmundsdóttir - mæting: 10:20

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 9. fundur - 20.01.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þóru Bergnýju Guðmundsdóttur um skipan aðgerðahóps til að rýna stöðuna og leggja fram framtíðarhugmyndir í kjölfar undangenginna hamfara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og tekur undir að nauðsynlegt er að nýta frumkvæði og kraft Seyðfirðinga og þeirra sem unna byggðinni í kaupstaðnum í uppbyggingunni sem framundan er. Formanni falið að vera í sambandi við erindisbeiðanda til að fara yfir málið og undirbúa frekari kynningu fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 11. fundur - 03.02.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þóru Bergnýju Guðmundsdóttur um skipan aðgerðahóps um framtíðarskipulag byggðar á Seyðisfirði og hugmyndir um nýtingu svæða í kaupstaðnum undir byggð, svo sem með smáhýsabyggð í Garðarstjörn.
Fram kom hjá formanni ráðsins að unnið er að gerð tillögu um fyrirkomulag vinnunnar sem framundan er varðandi hús á C-svæðum sem sveitarstjórn hefur samþykkt að keypt verði upp og önnur hús á því svæði sem sveitarfélagið hefur með að gera. Gert verði ráð fyrir aðkomu fulltrúa íbúa á Seyðisfirði og áhugafólks um byggðina þar að þeirri vinnu. Stefnt er að því að tillögurnar liggi fyrir næsta fundi ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að bjóða Þóru Bergnýju Guðmundsdóttur að kynna hugmyndir um smáhýsabyggð í Garðarstjörn á fundi ráðsins í næstu viku, sem haldinn verður á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?