Fara í efni

Fjarskipti í Berufirði

Málsnúmer 202101273

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 6. fundur - 01.02.2021

Heimastjorn telur mikilvægt að öllum bæjum í byggðarlaginu verði tryggð örugg og góð síma og nettenging og að þeir bæir í dreifbýli sem ekki hafa aðgang að ljósleiðara hafi möguleika á góðri tengingu með öðrum hætti, þar til að ljósleiðaratengingu verður komið á.
Starfsmanni Heimstjórnar falið að fylgja málinu eftir.

Heimastjórn Djúpavogs - 10. fundur - 29.03.2021

Heimastjórn fagnar því að fjármagn hafi fengist til að klára að ljósleiðaratengja þá bæi sem um ræðir, en vill beina því til byggðarráðs að tenging verði einnig tryggð á þeim tveimur bæjum sem útaf standa, Hamarssel og Urðarteigur.

Byggðaráð Múlaþings - 85. fundur - 23.05.2023

Fyrir liggur erindi frá Ásdísi Hafrúnu Benediktsdóttur varðandi ástand á fjarskiptasambandi í Berufirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að halda áfram viðræðum við þá aðila er munu, annars vegar, koma að lagningu þriggja fasa rafmagns í Berufirði og, hins vegar, að lagningu ljósleiðara í Berufirði en horft er til þess að því verði lokið á næstu tveimur árum. Sveitarstjóra er jafnframt falið að svara fyrirliggjandi erindi þar sem grein verði gerð fyrir stöðu mála.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 38. fundur - 01.06.2023

Heimastjórn telur brýnt að afhendingaröryggi raforku og ásættanlegt fjarskiptasamband verði tryggt á svæðinu hið fyrsta. Heimastjórn á Djúpavogi tekur undir áherslur byggðaráðs sem fól sveitarstjóra á fundi sínum 23. maí sl. að halda áfram viðræðum við þá aðila er munu, annars vegar, koma að lagningu þriggja fasa rafmagns í Berufirði og hins vegar að lagningu ljósleiðara en þess er vænst að því verði lokið á næstu tveimur árum. Sveitarstjóra var jafnframt falið að svara fyrirliggjandi erindi þar sem grein verði gerð fyrir stöðu mála sem hann hefur gert.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?