Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

85. fundur 23. maí 2023 kl. 08:30 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Reglur um gististaði

Málsnúmer 202112197Vakta málsnúmer

Undir þessum lið tengdist inn á fundinn Sóley Valdimarsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála, og fór yfir tillögur að reglum Múlaþings um gististaði innan sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi reglur um gististaði innan sveitarfélagsins og felur verkefnastjóra skipulagsmála að koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 09:13

3.Ráðgjafanefnd vegna eldri húsa á hættusvæðum

Málsnúmer 202102258Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að auglýsingu eftir tilboðum í húseignina Garð að Hafnargötu 42 á Seyðisfirði skilyrt því að eignin verði færð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu eftir tilboðum í húseignina Garð á Seyðisfirði, skilyrt því að eignin verði færð í samræmi við tillögu ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði, og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma henni í birtingu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fjarskipti í Berufirði

Málsnúmer 202101273Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Ásdísi Hafrúnu Benediktsdóttur varðandi ástand á fjarskiptasambandi í Berufirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að halda áfram viðræðum við þá aðila er munu, annars vegar, koma að lagningu þriggja fasa rafmagns í Berufirði og, hins vegar, að lagningu ljósleiðara í Berufirði en horft er til þess að því verði lokið á næstu tveimur árum. Sveitarstjóra er jafnframt falið að svara fyrirliggjandi erindi þar sem grein verði gerð fyrir stöðu mála.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Stjórnarfundur Vísindagarðsins ehf 2023

Málsnúmer 202305202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundur stjórnar Vísindagarðsins ehf., dags. 17.05.2023, ásamt boði á aðalfund félagsins sem verður haldinn um fjarfundarbúnað 2.júní 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri, Björn Ingimarsson, fari með umboð og atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Vísindagarðsins ehf. sem verður haldinn 2. júní 2023.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Ársfundur Austurbrúar 2023

Málsnúmer 202305204Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð ársfundar Austurbrúar ses. dags. 03.05.2023.

Lagt fram til kynningar.

7.Aðalfundur SSA, fundagerðir 2023

Málsnúmer 202304031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) dags. 03.05.2023.

Lagt fram til kynningar.

8.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir starfshóps um kyndingarkosti á Seyðisfirði, dags. 02.05, 11.05. og 17.05.2023.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga dags. 16.05.2023.

Lagt fram til kynningar.

10.Umsagnarbeiðni um breytingu á kosningalögum, nr. 1122021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál.

Málsnúmer 202305218Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum (lækkun kosningaaldurs) 497.mál.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?