Fara í efni

Varanleg braut fyrir mótocross

Málsnúmer 202102098

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 13. fundur - 17.02.2021

Fyrir liggur beiðni um svæði fyrir akstursíþróttir frá akstursíþróttafélaginu Start, ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins, sem er undir Skagafelli á Eyvindarárdal og í eigu ríkisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndir félagsins og samþykkir að fela formanni ráðsins, ásamt því starfsfólki sveitarfélagsins sem um málið fjallar, að ræða málið nánar á áformuðum fundi með fulltrúum Start.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Fyrir liggur beiðni um svæði fyrir akstursíþróttir frá akstursíþróttafélaginu Start, ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins, sem er undir Skagafelli á Eyvindarárdal og í eigu ríkisins.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 17.2. 2021:
"Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndir félagsins og samþykkir að fela formanni ráðsins, ásamt því starfsfólki sveitarfélagsins sem um málið fjallar, að ræða málið nánar á áformuðum fundi með fulltrúum Start."

Einnig liggur fyrir tölvupóstur dagsettur 9.6. 2021, frá Ríkiseignum, þar sem lagt er til að gerður verði leigusamningur við Múlaþing um allan afréttinn vegna víðtækra hagsmuna sveitarélagsins, s.s. vatnsverndar, útivistar og íþrótta- og æskulýðsstarfs, ofl.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir tillögur umhverfis- og framkvæmdaráðs en vísar málinu til umfjöllunar í byggðaráði með hliðsjón af samningsgerðinni og frágangi málsins við Ríkiseignir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Fyrir lágu bókanir umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 17.02.2021, og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 21.06.2021, varðandi svæði fyrir akstursíþróttir á landi í eigu ríkisins í Eyvindarárdal á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi afgreiðslna Umhverfis- og framkvæmdaráðs og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi aðkomu sveitarfélagsins að útvegun svæðis fyrir akstursíþróttir á landi ríkisins í Eyvindarárdal felur byggðaráð Múlaþings sveitarstjóra að ganga til samninga við Ríkiseignir um gerð leigusamnings um Vallanesafrétt.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 28. fundur - 10.08.2021

Fyrir liggja frá Ríkiseignum drög að samningi um Vallanesafrétt sem og hnitaskrá, dagsett 9.7. 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi um leigu á landeign ríkisins sem nefnt er Vallanesafréttur. Að höfðu samráði við Akstursíþróttafélagið Start er sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins og jafnframt að láta ganga frá samningi við Akstursíþróttafélagið Start varðandi afnot af landinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fyrir liggja drög að samningi á milli Múlaþings og Akstursíþróttaklúbbsins Start um leigu á landspildu undir starfsemi klúbbsins í Eyvindarárdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi á milli Múlaþings og Akstursíþróttaklúbbsins Start og felur sveitarstjóra að láta ganga frá samningnum og undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins. Samningurinn taki gildi frá og með 01.01.2022.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?