Fara í efni

Beiðni um stofnframlög til byggingar á hagkvæmu íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202102117

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 13. fundur - 17.02.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá Bæjartúni um stofnframlag til byggingar á hagkvæmu íbúðarhúsnæði í Selbrún í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir sig fylgjandi uppbyggingu íbúða við Selbrún í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Ráðið vísar fyrirliggjandi umsókn til matsnefndar sbr. 2. gr. reglna Fljótsdalshéraðs um stofnframlög sem gera skal tillögu til sveitarstjóra um afgreiðslu slíkra umsókna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fyrir lá til upplýsingar afrit af afgreiðslu HMS á umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag til byggingar 10 íbúða á Egilsstöðum.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Fyrir lá tölvupóstur frá Húsnæðis og mannvirkjastofnun þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög í seinni úthlutun ársins 2021. Umsóknarfrestur er til 22. nóvember 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að skipa Björn Ingimarsson sem fulltrúa Múlaþings í stjórn Bæjartúns hses. Auk þess verði Berglind Harpa Svavarsdóttir og Eyþór Stefánsson skipaðir sem fulltrúar Múlaþings í fulltrúaráð stofnunarinnar. Lögð verði á það áhersla að umsókn Bæjartúns hses til HMS um stofnframlag vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Selbrún verði endurnýjuð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Fyrir lá bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 16.11.2021, þar sem samþykkt er skipa fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn og fulltrúaráð Bæjartúns hses.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn,Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn,Jakob Sigurðsson sem bar upp fyrirspurn,Björn Ingimarsson svaraði fyrirspurn Jakobs,Stefán B.Sveinsson svaraði fyrirspurnum HÞ og JS,Helgi H.Ásgrímsson og Berglind H.Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að skipa Björn Ingimarsson sem fulltrúa Múlaþings í stjórn Bæjartúns hses. Auk þess verði Berglind Harpa Svavarsdóttir og Eyþór Stefánsson skipuð sem fulltrúar Múlaþings í fulltrúaráð stofnunarinnar. Skipan framangreindra fulltrúa skal þó háð því að umsókn Bæjartúns hses til HMS um stofnframlag vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Selbrún verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?