Fara í efni

Atvinnu- og menningarmál Múlaþings

Málsnúmer 202102171

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 13. fundur - 23.02.2021

Fyrir lá minnisblað frá fundi er atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings hélt með starfmönnum og fulltrúum þjónustuaðila þriðjudaginn 16.02.21. Gerð er grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi og undirbúningi varðandi makaðs- og kynningarmál í sveitarfélaginu m.a.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 25. fundur - 15.06.2021

Fyrir lá minnisblað, dags. 28.05.2021, frá atvinnu- og menningarstjóra og verkefnastjórum á sviði atvinnu- og menningarmála. Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir fundum er staðið var að á vegum sviðsins með íbúum í öllum kjörnum sveitarfélagsins dagana 28., 29. og 30. apríl s.l.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar það metnaðarfulla starf sem unnið er á sviði atvinnu- og menningarmála sveitarfélagsins. Ljóst er að þær upplýsingar sem fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði eru til þess fallnar að móta framtíðarstefnu varðandi áherslur og forgangsröðun verkefna á sviðinu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?