Fara í efni

Hálendishringurinn; ferðamannavegur á Austurlandi

Málsnúmer 202102173

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 5. fundur - 01.03.2021

Fyrir liggur tölvupóstur frá Maríu Hjálmarsdóttur, frá Austurbrú, dagsettur 19.2.2021, þar sem reifaðar eru hugmyndir að bættum ferðamannavegi frá Kárahnjúkastíflu í Jökuldal á Brú.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hvetur byggðaráð til að taka málið upp við Vegagerðina og hagaðila enda mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Austurlandi að bæta aðgegni um svæðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem hvetur byggðaráð til að taka hugmyndir að bættum ferðamannavegi frá Kárahnjúkastíflu út að bænum Brú á Jökuldal upp við Vegagerðina og hagaðila enda mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Austurlandi að bæta aðgengi um svæðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma málinu á framfæri við Vegagerðina auk þess að óska eftir því að fulltrúi Vegagerðarinnar komi til fundar með byggðaráði til að ræða þetta mál ásamt öðrum er snúa að samgöngum innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 17. fundur - 30.03.2021

Undir þessum lið mætti Sveinn Sveinsson, svæðisstjóri Austursvæðis Vegagerðarinnar og fór yfir hugmyndir sem fram hafa komið um vegabætur á þessari leið og ræddi útfærslu þeirra við byggðaráð.
Einnig fór Sveinn yfir og svaraði spurningum varðandi ýmsar vegaframkvæmdir og þjónustu vega innan sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að lögð verði á það áhersla við fjárveitingarvaldhafa að gert verði ráð fyrir fjármagni til hönnunar, endurbóta og framkvæmda við Hálendishring á Austurlandi, í samræmi við framkomnar hugmyndir, sem verði unnar í samstarfi við Vegagerðina og hagsmunaaðila. Mikilvægt er að í þær framkvæmdir verði ráðist sem fyrst þannig að hægt verði mæta fyrirsjáanlegri þjónustuþörf vegna innlendra og erlendra ferðamanna á svæðinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 10. fundur - 14.04.2021

Fyrir lá tillaga frá byggðaráði Múlaþings um að sveitarstjórn leggi á að það áherslu við fjárveitingarvaldhafa að gert verði ráð fyrir fjármagni til hönnunar, endurbóta og framkvæmdir við Hálendishring á Austurlandi í samræmi við framkomnar hugmyndir.

Til máls tók: Gauti Jóhannesson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings leggur á það áherslu að sem fyrst verði ráðist í hönnun, endurbætur og framkvæmdir við Hálendishring á Austurlandi í samræmi við framkomnar hugmyndir. Mikilvægt er að unnið verði að framkvæmdinni í samstarfi Vegagerðarinnar og hagsmunaaðila með það fyrir augum að styðja við fjölbreytta ferðaþjónustu á svæðinu, bæta öryggi ferðafólks, varna skemmdum á viðkvæmu náttúrufari og bæta aðgengi að áfangastöðum á leiðinni.
Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu sveitarstjórnar á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?