Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi smávirkjun í Loðmundafirði

Málsnúmer 202103077

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Fyrir liggur umsókn frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs um framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í Loðmundarfirði til að þjónusta skála félagsins þar. Um er að ræða land og vatnsréttindi í eigu ríkisins. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er Loðmundarfjörður skilgreindur sem landbúnaðarsvæði sem nýtur hverfisverndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að framkvæmdin sem sótt er um leyfi fyrir kalli á breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsfulltrúa er falið að vera í sambandi við umsækjanda um næstu skref og málinu er vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 10. fundur - 14.04.2021

Fyrir lá umsókn frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs um framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í Loðmundarfirði til að þjónusta skála félagsins þar.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurnir, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum, Jakob Sigurðsson, Eyþór Stefánsson, Elvar Snær Kristjánsson, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn, Jódís Skúladóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Jakob Sigurðsson, Stefán Bogi Sveinsson, Vilhjálmur Jónsson, Eyþór Stefánsson og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitastjórn Múlaþings samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 í samræmi við áform umsækjanda. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að farið verði með breytinguna sem óverulega í samræmi við ákvæði 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að láta vinna slíka tillögu og rökstuðning með henni, auglýsa hana og senda til Skipulagsstofnunar til staðfestingar sbr. framangreint ákvæði skipulagslaga. Sveitarstjórn samþykkir einnig að sveitarfélagið skuli bera kostnað af skipulagsbreytingunni.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Sveitastjórn Múlaþings samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 í samræmi við áform umsækjanda. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að farið verði með breytinguna sem óverulega í samræmi við ákvæði 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að láta vinna slíka tillögu og taka saman rökstuðning með henni í samræmi við það sem fram kom á fundin sveitarstjórnar, auglýsa hana og senda til Skipulagsstofnunar til staðfestingar sbr. framangreint ákvæði skipulagslaga. Sveitarstjórn samþykkir einnig að sveitarfélagið skuli bera kostnað af skipulagsbreytingunni.

Upphafleg tillaga að viðbættri breytingatillögu borin upp og samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Borist hafa ábendingar frá Skipulagsstofnun um að endurskoða fyrri ákvörðun sveitarstjórnar um að gera breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna fyrirhugaðra framkvæmda við smávirkjun í Loðmundarfirði. Taka þarf afstöðu til málsmeðferðar og áframhaldandi vinnu við breytingu á skipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Eftir að hafa farið yfir ábendingar Skipulagsstofnunar telur umhverfis- og framkvæmdaráð að áform um smávirkjun fyrir aðstöðu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppstað í Loðmundarfirði falli undir nauðsynlega aðstöðusköpun á svæðinu, líkt og vatns- og fráveita þar sem ekki er um tengingu við samveitu að ræða, og sé því í samræmi við gildandi Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016. Ráðið telur enn fremur að framkvæmdin sé í samræmi við meginmarkmið aðalskipulagsins með vísan til umfjöllunar um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðaþjónustu á landbúnaðarsvæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Borgarfjarðar að unnin verði breyting á deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Klyppstaða í Loðmundarfirði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem gert verði ráð fyrir áformum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 15. fundur - 01.10.2021

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis - og framkvæmdaráðs 15.09.21:

Borist hafa ábendingar frá Skipulagsstofnun um að endurskoða fyrri ákvörðun sveitarstjórnar um að gera breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna fyrirhugaðra framkvæmda við smávirkjun í Loðmundarfirði. Taka þarf afstöðu til málsmeðferðar og áframhaldandi vinnu við breytingu á skipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Eftir að hafa farið yfir ábendingar Skipulagsstofnunar telur umhverfis- og framkvæmdaráð að áform um smávirkjun fyrir aðstöðu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppstað í Loðmundarfirði falli undir nauðsynlega aðstöðusköpun á svæðinu, líkt og vatns- og fráveita þar sem ekki er um tengingu við samveitu að ræða, og sé því í samræmi við gildandi aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016. Ráðið telur enn fremur að framkvæmdin sé í samræmi við
meginmarkmið aðalskipulagsins með vísan til umfjöllunar um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðaþjónustu á landbúnaðarsvæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Borgarfjarðar að unnin verði breyting á deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Klyppstaða í Loðmundarfirði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem gert verði ráð fyrir áformum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á svæðinu.

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir að unnin verði breyting á deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Klyppstaða í Loðmundarfirði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem gert verði ráð fyrir áformum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á svæðinu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna smávirkjunar við skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Loðmundarfirði. Vinna hefur verið í gangi við breytingu gildandi deiliskipulags á svæðinu svo áformin geti talist í samræmi við skipulagsskilmála. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?