Fara í efni

Staðfesting á stofnframlagi sveitarfélags

Málsnúmer 202103144

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 16. fundur - 23.03.2021

Fyrir lá erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varðandi umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga þar um. Um er ræða umsókn vegna fyrirhugaðrar byggingar á tíu íbúðum á Egilsstöðum/Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til að matsnefnd hefur fjallað um umrædda umsókn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 17. fundur - 30.03.2021

Fyrir lá fundargerð matsnefndar, dags. 24.03.21, þar sem fram kemur m.a. að matsnefnd leggur til að samþykkt verði að veita Bæjartúni íbúðafélagi hses. umbeðið stofnframlag enda verði gert ráð fyrir því í samþykktri fjárhagsláætlun Múlaþings fyrir árið 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að veita Bæjartúni íbúðafélagi hses. stofnframlag, sem samkvæmt fyrirliggjandi gögnum næmi um 40 millj.kr. Gert verði ráð fyrir greiðslu stofnframlags við lok umræddra framkvæmda Jafnframt verði sveitarstjóra falið að senda HMS staðfestingu um afstöðu sveitarfélagsins til umsóknarinnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 10. fundur - 14.04.2021

Fyrir lágu tillögur byggðaráðs Múlaþings varðandi samþykkt um veitingu stofnframlaga til annars vegar Ársala bs. og hins vegar Bæjartúns íbúðafélags hses.

Til máls tóku: Kristjana Sigurðardóttir, sem bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn, Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, Jakob Sigurðsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson og Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur byggðaráðs Múlaþings varðandi veitingu stofnframlaga til annars vegar Ársala bs. og hins vegar Bæjartúns íbúðafélags hses. Stofnframlögin skulu miðast við þær fjárhæðir er fram koma í tillögum byggðaráðs sem og þeim skilyrðum hvað greiðslur varðar er þar koma fram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 49. fundur - 05.04.2022

Fyrir lágu óskir um staðfestingu sveitarfélags á veitingu stofnframlaga til annars vegar Ársala bs. og hins vegar Bæjartúns íbúðafélags hses.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir veitingu stofnframlaga til annars vegar Ársala bs. vegna bygginga íbúða á Egilsstöðum, að fjárhæð kr.38.165.208,-, og hins vegar Bæjartúns íbúðafélags hses. vegna fyrirhugaðrar byggingar á íbúðum í Fellabæ, að fjárhæð kr. 40.000.000,- sem greiðist við lok framkvæmda.
Gert er ráð fyrir þeim hluta stofnframlaga sem koma til greiðslu á yfirstandandi ári í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.
Sveitarstjóra falið að senda HMS staðfestingu um afstöðu sveitarfélagsins til umsóknanna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 61. fundur - 27.09.2022

Fjármálastjóri og sveitarstjóri gerðu grein fyrir samskiptum við fulltrúa Brák leigufélags varðandi greiðslu stofnframlags vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum félagsins í Selbrún í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að, í samræmi við lög um almennar íbúðir nr. 52/2016, greiði sveitarfélagið nú 50% stofnframlags sveitarfélagsins vegna byggingar íbúða á vegum leigufélagsins Brák í Selbrún í Fellabæ.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu
Getum við bætt efni þessarar síðu?