Fara í efni

Dalskógar 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202103191

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Fyrir ráðinu liggur umsókn um byggingaráform sem eru tilkynningaskyld. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. sbr. 2. mgr. 43. laga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Dalskóga 5b og 9. Umsagnaraðili eru Brunavarnir á Austurlandi. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að stytta kynningartíma í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 9. fundur - 31.05.2021

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform sem eru tilkynningaskyld. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.5. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. sbr. 2. mgr. 43. laga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Dalskóga 5b og 9. Umsagnaraðili eru Brunavarnir á Austurlandi. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að stytta kynningartíma í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Grenndarkynningu vegna byggingaráforma við Dalskóga 7 lauk 12. júlí 2021 án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að engar athugasemdir voru gerðar við grenndarkynningu, og með hliðsjón af meginreglu 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að ekki þurfi að vísa málinu til afgreiðslu heimastjórnar, og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?