Fara í efni

Samningur um byggingu íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi

Málsnúmer 202105255

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Kynnt voru drög að samningi vegna fyrirhugaðrar byggingar íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi. Einnig liggja fyrir ráðinu áform um breytingar á deiliskipulagi og byggingu íbúða í Selbrún í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi áform og samþykkir að heimila að ráðist verði í breytingar á deiliskipulagi Selbrúnar í Fellabæ til samræmis við efni samningsins, verði hann samþykktur. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar og til byggðarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 9. fundur - 31.05.2021

Fyrir liggja drög að samningi vegna fyrirhugaðrar byggingar íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi. Einnig liggja fyrir ráðinu áform um breytingar á deiliskipulagi og byggingu íbúða í Selbrún í Fellabæ.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 26.5. 2021 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi áform og samþykkir að heimila að ráðist verði í breytingar á deiliskipulagi Selbrúnar í Fellabæ til samræmis við efni samningsins, verði hann samþykktur. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar og til byggðarráðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að farið verði í breytingu á deilskipulagi Selbrúnar í Fellabæ til samræmis við fyrirliggjandi drög að samningi og telur jákvætt að framboð íbúðarhúsnæðis aukist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 24. fundur - 01.06.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings varðandi rammasamning vegna fyrirhugaðrar byggingar að minnsta kosti 40 íbúða í Múlaþingi á árunum 2021 til 2025. Einnig lá fyrir umsögn heimastjórnar Fljótadalshéraðs varðandi þann hluta samningsins er snýr að mögulegum framkvæmdum og breytingu á deiliskipulagi í Selbrún í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til bókunar umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, þar sem fram kemur m.a. að ekki eru gerðar athugasemdir við þau áform er fram koma í fyrirliggjandi drögum að rammasamningi, samþykkir byggðaráð Múlaþings að veita sveitarstjóra umboð til að ganga frá rammasamningi við félögin Hrafnshól ehf., Nýjatún ehf. og Bæjartún íbúðafélag hses. varðandi byggingu á hagkvæmu íbúðarhúsnæði í byggðakjörnum sveitarfélagsins á árunum 2021 til 2025.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 36. fundur - 27.10.2021

Fyrir fundinum liggur minnisblað með upplýsingum um uppbyggingu íbúðakjarna að Lækjargötu 2 á Seyðisfirði. Samkvæmt fulltrúa framkvæmdaraðila er gert ráð fyrir að byggingarleyfi liggi fyrir á næstu dögum, framkvæmdir við jarðvinnu hefjist innan tíðar og gangi allt að óskum gæti verið búið að steypa plötu um áramót. Einingarnar sem húsið er gert úr verða framleiddar í mars og vonir standa til að íbúðirnar verði tilbúnar í júlí eða ágúst 2022.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?