Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Selá og Háalda

Málsnúmer 202106142

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 27. fundur - 30.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námum við Háaöldu í Berufirði og Selá í Álftafirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn, þó með þeim skilyrðum varðandi efnismagn sem koma fram í umsögn Fiskistofu, dags. 16.júní 2021, og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Málinu er vísað til heimastjórnar Djúpavogs til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmda í flokki C, sbr. lið 2.04 í Viðauka I við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 15. fundur - 01.07.2021

Málinu er vísað frá Umhverfis- og Framkvændarráði til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmda í flokki C, sbr. lið 2.04 í Viðauka I við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Heimastjórn samþykkir framkvæmdaleyfi, án mats á umhverfisáhrifum enda er efnismagn í báðum tilfellum undir þeim viðmiðum sem sett eru í lið 2.04 í Viðauka I við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni um aukna efnistöku úr Selá og Háaöldu, allt að 3000 rúmmetra til viðbótar við áður útgefið leyfi upp á 2000 rúmmetra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess að umræddar efnisnámur eru tilgreindar í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 m.s.br. og um er að ræða hefðbundna efnistöku, auk þess sem fyrir liggur jákvæð umsögn Fiskistofu, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð erindið með vísan til lokamálsliðar 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll nauðsynleg gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?