Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Votihvammur

Málsnúmer 202106148

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 45. fundur - 02.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Votahvamms, íbúðasvæði á Egilsstöðum frá árinu 2006.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu að breytingu á deiliskipulagi Votahvamms, í samræmi við 4. mgr. 40. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 18. fundur - 07.02.2022

Fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs liggja drög að vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Votahvamms, íbúðasvæði á Egilsstöðum frá árinu 2006. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 2. febrúar 2020 að tillagan yrði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs heimilar að gerð verði breyting á deiliskipulagi Votahvamms, íbúðasvæði á Egilsstöðum frá árinu 2006.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Á fundinni undir þessum lið mætti Sóley Valdimarsdóttir, ritari á umhverfis- og framkvæmdasviði.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 52. fundur - 06.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu á vinnslutillögu deiliskipulagsbreytinga í Votahvammi á Egilsstöðum. Tillagan var kynnt frá 10. - 25. febrúar 2022. Jafnframt er lögð fram tillaga til auglýsingar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Votahvamm á Egilsstöðum verði auglýst í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 21. fundur - 11.04.2022

Fyrir liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu á vinnslutillögu deiliskipulagsbreytinga í Votahvammi á Egilsstöðum. Tillagan var kynnt frá 10. - 25. febrúar 2022. Jafnframt er lögð fram tillaga til auglýsingar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 6.4. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Votahvamm á Egilsstöðum verði auglýst í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr skipuagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?