Fara í efni

Deiliskipulag, óveruleg breyting, Sæbakki, Borgarfjörður

Málsnúmer 202108004

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað um lagfæringar sem gera þarf á deiliskipulagi við Sæbakka á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta vinna tillögu að óverulegri breytingu á núverandi deiliskipulagi sem taki til lóðarinnar Sæbakki/Geymslulóð og geri ráð fyrir að hús sem þar stendur og nú er skráð geymsla verði íbúðar- eða frístundahús. Jafnframt verði gert ráð fyrir bílastæði við götu og gönguaðkomu að húsinu. Þegar tillagan liggur fyrir verði hún lögð fyrir heimastjórn Borgarfjarðar sem taki endanlega ákvörðun um auglýsingu hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 44. fundur - 26.01.2022

Fyrir liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Sæbakka á Borgarfirði eystri. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Sæbakka, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum fasteigna á skipulagssvæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 53. fundur - 27.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Sæbakka á Borgarfirði. Breytingin var grenndarkynnt í samræmi við ákvörðun ráðsins frá 26. janúar sl. frá 2. febrúar til 3. mars 2022 og engar athugasemdir gerðar. Brugðist var við ábendingum í umsögn Minjastofnunar Íslands og liggja uppfærð skipulagsgögn fyrir ráðinu. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Sæbakka á Borgarfirði og vísar málinu til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 23. fundur - 09.05.2022

Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Sæbakka hefur verið í grenndarkynningu. Breytingarnar snúa m.a. að skilgreiningu lóðamarka fyrir núverandi hús (geymsluskúr/hesthús) og skilgreiningu byggingarreita í samræmi við fyrirhugaðar framkvæmdir. Engar athugasemdir bárust.

Heimastjórn staðfestir að grenndarkynningu sé lokið án athugasemda og samþykkir fyrirliggjandi breytingu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu
Getum við bætt efni þessarar síðu?