Fara í efni

Vegna Alþingiskosninga 2021

Málsnúmer 202108046

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Fyrir lágu upplýsingar frá dómsmálaráðuneytinu varðandi greiðslur ríkissjóðs til sveitarfélaga á kostnaði sem til fellur vegna kosninga til Alþingis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra Múlaþings að hafa umsjón með því að haldið verði utan um kostnað vegna fyrirhugaðra kosninga og að dómsmálaráðuneytinu verði sendur rafrænn reikningur vegna þessa.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 30. fundur - 31.08.2021

Fyrir liggur að sveitarstjórn Múlaþings þarf að skipa undirkjörstjórnir vegna Alþingiskosninga samkvæmt 15. grein laga um kosningar til Alþingis.

Samkvæmt 68. grein sömu laga ákveður sveitarstjórn kjörstaði fyrir hverja kjördeild. Lagt er til að kjörstaðir í Múlaþingi verði í Menntaskólanum á Egilsstöðum, á skrifstofu sveitarfélagsins á Borgarfirði eystra, Í Tryggvabúð á Djúpavogi og í íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings styður fyrirliggjandi tillögu varðandi kjörstaði og leggur til að sveitarstjórn Múlaþings skipi undirkjörstjórnir lögum samkvæmt, þrjá aðalmenn og þrjá til vara. Skipaðar verði tvær á Fljótsdalshéraði, ein á Borgarfirði, ein á Djúpavogi og ein á Seyðisfirði. Leitað verði til þeirra er sæti áttu í viðkomandi undirkjörstjórnum við síðustu kosningar

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá bókun byggðaráðs, dags. 31.08.2021, þar sem lagt er til að kjörstaðir í Múlaþingi verði í Menntaskólanum á Egilsstöðum, á skrifstofu sveitarfélagsins á Borgarfirði eystra, í Tryggvabúð á Djúpavogi og í íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt 68. grein laga um kosningar til Alþingis samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að kjörstaðir í Múlaþingi verði í Menntaskólanum á Egilsstöðum, á skrifstofu sveitarfélagsins á Borgarfirði eystra, í Tryggvabúð á Djúpavogi og í íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?