Fara í efni

Aðbúnaður gangandi vegfarenda á Djúpavogi

Málsnúmer 202108121

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 17. fundur - 01.09.2021

Víða þarf að bæta aðbúnað gangandi vegfarenda í þéttbýlinu á Djúpavogi.

Meðfram ströndinni milli Gleðivíkur og Djúpavogs er engin gangstétt eða göngustígur og þar er mikil
umferð gangandi vegfarenda.
Skoða þarf úrbætur á þessu sem allra fyrst til að tryggja öryggi og koma í veg fyrir óhöpp.
Einnig þarf að skoða tengingar milli hverfa, bæði lagfæringar á núverandi stígum og lagningu nýrra stíga sem og stígum um Búlandsnesið utan þéttbýlis.
Gera þarf ráð fyrir fjármunum á fjárhagsáætlun næsta árs fyrir því allra brýnasta og gera áætlun á
uppbyggingu þessara mannvirkja inn í framtíðina.

Heimastjórn Djúpavogs - 24. fundur - 07.03.2022

Heimastjórn leggur áherslu á að samhliða fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitu, verði unnið markvisst að því að bæta aðbúnað gangandi vegfarenda á lagnaleiðinni. Samlegðaráhrif þessara framkvæmda eru töluverð og mikilvægt að nota þau tækifæri sem þar skapast.
Þetta á við bæði innanbæjar til að tengja saman hafnarsvæði sem og við Langatanga í tengslum við útrás.

Einnig vill Heimastjórn benda á að gangstéttar í Markarlandi og efst í Búlandi (Hlíðarhæð að slökkvistöð) eru ónýtar og illfærar fyrir barnavagna og hlaupahjól. Heimstjórn óskar eftir því að Umhverfis og framkvæmdasvið bregðist við þessu ástandi sem allra fyrst.
Vill Heimastjórn minna á fyrri bókun frá 04.01.2021 um sama mál.

Heimastjórn Djúpavogs - 27. fundur - 23.06.2022

Heimastjórn vill beina því til Byggðarráðs að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 verði tryggðir verulegir fjármunir til úrbóta í öryggismálum gangandi vegfarenda á Djúpavogi.

Marg ítrekað hefur verið að nauðyn sé að bæta úr öryggi gangandi vegfarenda. Víða eru engar gangstéttir og ástand þeirra misjafnt þar sem þær eru, gangbrautir vantar og merkingum er ábótavant.

Byggðaráð Múlaþings - 59. fundur - 06.09.2022

Heimastjórn Djúpavogs vill beina því til Byggðarráðs að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 verði tryggðir verulegir fjármunir til úrbóta í öryggismálum gangandi vegfarenda á Djúpavogi. Margítrekað hefur verið að nauðsyn sé að bæta úr öryggi gangandi vegfarenda. Víða eru engar gangstéttir og ástand þeirra misjafnt þar sem þær eru, gangbrautir vantar og merkingum er ábótavant.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að beina ábendingum heimastjórnar Djúpavogs varðandi aðbúnað gangandi vegfarenda á Djúpavogi til framkvæmda- og umhverfismálastjóra til vinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 31. fundur - 03.11.2022

Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 verði tryggðir fjármunir til úrbóta í öryggismálum gangandi vegfarenda á Djúpavogi. Jafnframt skorar heimastjórn á Vegagerðina að hrinda án tafar í framkvæmd þeim úrbótum sem eru á ábyrgð stofnunarinnar. Marg ítrekað hefur verið að nauðyn sé að bæta úr öryggi gangandi vegfarenda. Víða eru engar gangstéttir og ástand þeirra misjafnt; þar sem þær eru, gangbrautir vantar og merkingum er ábótavant.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?