Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

17. fundur 01. september 2021 kl. 09:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Jódís Skúladóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223Vakta málsnúmer

Farið yfir umferðarsamþykkt fyrir Djúpavog.

Starfmanni heimastjórnar falið að vinna áfram með umferðarsamþykkt og leggja fyrir næsta fund heimastjórnar.

2.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Verkferlar Skipulags og byggingarmála lagðir fram til kynningar.
Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leiti verkferlana, og leggur á það áherslu að vinna við skipulagsmál sé fagleg og skilvirk.

3.Hamarsvirkjun, beiðni um kynningu

Málsnúmer 202108056Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir að fá forsvarsmenn Artic Hydro á fund til að kynna hugmyndir um hugsanlegar virkjanir í gamla Djúpavogshreppi og kynna hvar þessr hugmyndir eru staddar innan rammáætlunar.

4.Djúpivogur - Borgarland neðsti hluti - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202011081Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að auglýsa þarf að nýju breytingu á deiliskipulagi neðsta hluta Borgarlands á Djúpavogi í samræmi við ábendingu Skipulagsstofnunar þar sem ekki náðist að birta auglýsingu um staðfestingu í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá því að auglýsingatíma tillögunnar lauk 4. maí 2020. Er það í samræmi við 2. mgr. 42. gr skipulagslaga og gr. 5.7.3. í skipulagsreglugerð.

Heimastjórn samþykkir að auglýsa tillöguna að nýju en lýsir jafnframt yfir vonbrigðum með seinagang í framkvæmd auglýsingar og brýnir fyrir Umhverfis og framkvæmdasviði Múlaþings að tryggja að slík mistök eigi sér ekki stað aftur.

5.Truflanir á fjarskiptasambandi í Berufirði

Málsnúmer 202108120Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, erindi frá Fiskeldi austfjarða um legu skemmtiferðaskipa á Djúpavogi. Lega skipanna truflar á köflum fjarskipti milli lands og fóðurpramma fyrirtækisins.

Starfsmanni falið að koma erindinu á framfæri við útgerðir skipanna og hafnarvörð og tryggja að lega skipanna trufli ekki fjarskipti.

6.Íbúðarlóðir í Múlaþingi, heildarsýn og framtíðaruppbygging

Málsnúmer 202105281Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur til að farið verði í deiliskipulagsvinnu á þeim svæðum innan þéttbýlis á Djúpavogi sem nú þegar eru merkt sem íbúðasvæði og gert verði ráð fyrir þeirri vinnu á fjárhagsáætlun næsta árs. Sérstaklega þarf að skoða framboð á hentugum lóðum fyrir parhús og raðhús.

7.Athafnalóðir á Djúpavogi

Málsnúmer 202012089Vakta málsnúmer

Heimastjórn fagnar því að vinna sé að hefjast við Aðalskipulagsbreytingu á Gleðivíkursvæðinu, enda ljóst að mikil uppbygging er framundan á því svæði.
Heimastjórn beinir því til Umhverfis og framkvæmdarsviðs að deiliskipulagsvinna hefjist strax á sama svæði þannig að skipulagsvinna tefji ekki uppbyggingu. Gera þarf ráð fyrir þeirri vinnu í fjárhagsáætlun 2021.

8.Aðbúnaður gangandi vegfarenda á Djúpavogi

Málsnúmer 202108121Vakta málsnúmer

Víða þarf að bæta aðbúnað gangandi vegfarenda í þéttbýlinu á Djúpavogi.

Meðfram ströndinni milli Gleðivíkur og Djúpavogs er engin gangstétt eða göngustígur og þar er mikil
umferð gangandi vegfarenda.
Skoða þarf úrbætur á þessu sem allra fyrst til að tryggja öryggi og koma í veg fyrir óhöpp.
Einnig þarf að skoða tengingar milli hverfa, bæði lagfæringar á núverandi stígum og lagningu nýrra stíga sem og stígum um Búlandsnesið utan þéttbýlis.
Gera þarf ráð fyrir fjármunum á fjárhagsáætlun næsta árs fyrir því allra brýnasta og gera áætlun á
uppbyggingu þessara mannvirkja inn í framtíðina.

9.Fjallskil í Múlaþingi 2021

Málsnúmer 202104064Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir fyrirliggjandi gagnaboð.

10.Deiliskipulag, Steinaborg

Málsnúmer 202104051Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Steinaborg í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Borgarland 30 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202108008Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir að unnin verði tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar sem byggingarreitur á Borgarlandi 30 verði stækkaður til að rúma áform umsækjanda. Tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynning verði send til eigenda húsa númer 9, 11, 13, 28, 32A og 32B við Borgarland.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?